Sérlausnir

Eitt helsta starfssvið Advania hefur verið smíði og þróun sérhæfðra upplýsingakerfa fyrir viðskiptavini sína. Fyrirtækið hefur í gegnum árin hannað og unnið mjög flókin upplýsinga- og stýrikerfi þar sem reynt hefur á nýjustu tækni og hugvit. Má þar nefna gerð kerfiráða, bæði fyrir hitaveitur og verksmiðjur og einnig gerð flókinna upplýsingakerfa sem byggja á stórum gagnagrunnum og miklum fjölda notenda.

Rekstraröryggi og góð þjónusta

Sérhæfð upplýsingakerfi eru oft miðpunktur starfsemi fyrirtækja og því eru rekstraröryggi og góð þjónusta lykilatriði. Advania hefur mikla reynslu af slíkum verkefnum sem viðskiptavinir nýta sér og kunna að meta.

Aðferðir

Advania leggur áherslu á hlutbundna hugbúnaðargerð og endurnýtingu forritskóða til að gera þróun hugbúnaðar fyrir viðskiptavini sem hagkvæmasta og einfaldasta. Í þessu skyni hefur Advania byggt upp safn forritahluta sem notað hefur verið með góðum árangri í tugum kerfa.

Lögð er áhersla á ítarlega greiningu og faglega hönnun tölvukerfa þar sem þessi atriði geta skipt sköpum varðandi notagildi kerfa og þróunarkostnað. Forritað er eftir stöðluðum forritunarreglum og prófanir skilgreindar sérstaklega fyrir hvert kerfi.

Tækni

Það hefur ætíð verið stefna Advania að beita bestu tækni sem til staðar er hverju sinni. Advania hefur reynslu af gagnagrunnskerfum eins og Oracle, Microsoft SQL Server, DB2 og Informix. Þá hefur Advania reynslu af þróunarverkfærum eins og Visual Basic, Delphi, Java o.fl. á síðustu árum hefur Advania í auknum mæli skrifað hugbúnað fyrir internetið með Java, HTML, ASP og .NET tækni.

Mikil sérfræðiþekking á Microsoft Exchange er til staðar hjá Advania og hefur Advania þróað lausnir sem nýta sér Exchange sem póstmiðlara og gagnageymslu. Meðal verkefna af þessu tagi er smíði SIRENE kerfisins sem er samskiptakerfi fyrir tölvunet Schengen ríkjanna.