Tryggingarkerfi

Gísli Ragnar Ragnarsson
440 9361

Öflugar lausnir fyrir tryggingafélög og lífeyris-sjóði

Lausnirnar eru frá samstarfsaðila Advania, Edlund A/S í Danmörku, sem hefur í yfir áratug þróað lausnir til að halda utan um starfsemi lífeyrissjóða og vátryggingafélaga.

Nýjasta kynslóð lausnanna er byggð á .Net Framework frá Microsoft og notar Microsoft SQL Server sem gagnagrunn.

Öflug lausn fyrir lífeyrissjóði

Hlutverk Liv.Net er að halda utan um áskriftir og greiðslur launþega og lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega. Liv.Net byggir á Forsikring.Net kjarnanum og bætir við tveimur einingum, Livkerne og MVS (Market Value System).

Hlutverk Livkerne undirkerfisins er umsýsla samninga um lífeyrissparnað, inngreiðslur, útgreiðslur og allar breytingar á forsendum samnings og högum viðskiptavinarins. Livkerne er atburðadrifið kerfi sem gerir það að verkum að mjög einfalt er að gera breytingar aftur í tímann og uppreikna nýja réttindastöðu byggða á breyttum forsendum.

MVS (Market Value System) notar tölfræðiforsendur úr G82 módelinu fyrir lífslíkur og áætlað vaxtastig til að reikna núvirt markaðsvirði hvers lífeyrissamnings. Flókið verkefni sem er iðulega leyst handvirkt af tryggingastærðfræðingum í þeim lausnum sem notaðar eru á íslenskum markaði.

Kerfi fyrir tryggingafélög

Eins og Liv.Net byggir það á Forsikring.Net grunnkerfunum. Kjarni Skade.Net kerfisins heitir svo Skadeskerne (Tjónakjarni) og í honum eru útfærðir samningar, tryggingaframboð, tjónameðhöndlun, afsláttarreglur og svo framvegis.

Skadeskerne er byggður upp úr einingum sem einfalt er að púsla saman. Hægt er að skilgreina grunntryggingar sem síðan er hægt að nota sem einingar í samsettum tryggingum.

Samningar binda síðan saman tilvik af samsettum tryggingum til að reikna afslátt og fá heildaryfirlit yfir viðskiptavini.

Bæði Liv.Net og Skade.Net byggja á Forsikring.Net grunneiningunum frá Edlund.

Lausnin er afar sveigjanleg og auðvelt er að samþætta hana við önnur kerfi. Jafnvel er hægt að skipta út tilteknum einingum Forsikring.Net með lausnum frá þriðja aðila ef slík nálgun hentar í umhverfi notandans.

Sem dæmi um undirkerfi í Forsikring.Net lausninni má nefna:

 • Nafnaskrá
  Þetta undirkerfi heldur utan um skráningu á viðskiptavinum, tryggðum einstaklingum, bótaþega, tjónþolum, o.fl. Reikninga og hreyfingakerfi. Það sér um bókhald á inngreiðslum og útgreiðslum ásamt því að inneign/réttindum og skuldastöðu viðskiptavina. 
 • Móttaka inngreiðslna
  Í þessu undirkerfi er tekið á móti innborgunum. Það tengist alla jafna við innheimtukerfi og greiðslumiðlunarkerfi 
 • Útgreiðslukerfi
  Þetta undirkerfi sér um að greiða út bætur, lífeyri og þess háttar. Einnig er hægt að tengja launakerfi við Liv.Net í þessum tilgangi. 
 • Runukeyrslumeðhöndlun
  Sérstakt undirkerfi sem sér um meðhöndlun keyrslna. Sér t.d. um villumeðhöndlun, val á skírteinum/viðskiptavinum sem eiga að fara í gegnum tiltekna keyrslu og tímasetningu á keyrslum. 
 • Skjalastjórnun
  Umsýsla með skjöl sem lausnin býr til sem og skönnuð skjöl. Tengist við Microsoft Word og Microsoft Outlook. 
 • Notendaumsjón
  Umsjón með stofnun notenda og réttindum þeirra. 
 • Gulir miðar
  Einfalt er að fylgjast með athugasemdum og viðvörunum tengdum tilteknum viðskiptavinum með gulum miðum. 
 • Atburðaskrá
  Framkvæmd allra aðgerða er skráð í atburðaskrá sem er aðgengileg í gegnum þetta undirkerfi. 
 • Kerfisumsjón
  Undirkerfi fyrir rekstraraðila lausnarinnar. 
 • Kerfisfastar
  Undirkerfi til að sýsla með kerfisfasta. Kerfisfastar eru geymdir á XML formi. 
 • Gagnagrunnsviðhald
  Þetta undirkerfi er notað til að uppfæra gagnagrunn með nýjum útgáfum. Kerfið lætur vita hverju munar á gamla nýja gagnagrunninum og uppfærir síðan sjálfvirkt. Hægt er að keyra afstemmingarkeyrslur fyrir og eftir uppfærslu til að sannreyna heilindi uppfærslunnar.