Vala leikskólakerfi

Helgi Magnússon
440 9926

Upplýsingakerfi fyrir leikskóla

Vala er samþætt upplýsingakerfi fyrir leikskóla, dagforeldra, sjálfstætt starfandi leikskóla og frístundaheimili. Kerfið er sveigjanlegt og styður meðal annars við umsóknarferlið, afgreiðslu umsókna af biðlista, reikningagerð, upplýsingamiðlun til foreldra og alla almenna starfsemi á leikskólunum.

Helstu eiginleikar kerfisins eru:

  • Rafrænt innritunarkerfi og biðlistavirkni, þar sem hægt er að stýra forgangsröðun í afgreiðslu umsókna eftir aldri barna eða aðstæðum foreldra.
  • Öflug reikningagerð og innheimtukerfi.
  • Stuðningur við starfsemi skólans með rafrænu dagskipulagi, mati á hæfni nemenda, atburðaskráningu og viðveruskráningu.
  • Rafræn samskipti við foreldra með foreldravef, sms skilaboðum og tölvupósti.
  • Ýmsar tölfræðupplýsingar meðal annars vegna barngilda, reikningagerðar og biðlista.
  • Öflug reikningagerð vegna dagvistunar, þar sem leikskólagjöld eru reiknuð út frá vistunartíma, fæði og mismunandi greiðsluforsendum. 

  • Gjaldskrá fyrir veitta þjónustu er hægt að skipta upp í framlag greiðanda og framlag sveitarfélags og þannig má sjá kostnaðarskiptingu við vistun barna. 

  • Tenging við fjárhags- og innheimtukerfi er möguleg.
 
  • Um 8.000 börn eru skráð í virkri vistun í Völu þar af eru um 6.000 á leikskólum en um 2.000 á sjálfstætt starfandi skólum og hjá dagforeldrum. 

  • Um 80 leikskólar og 25 sjálfstætt starfandi leikskólar nota Völu í dag.