Utanumhald um ábendingar og kvartanir með gæðakerfi | S5 Gæðakerfi

Gísli Ragnar Ragnarsson
440 9361

Gæðakerfi fyrir ábendingar og kvartanir

S5 Ábendingar er notendavænt og heildstætt hugbúnaðarkerfi til þess að halda utan um og vinna úr ábendingum og kvörtunum.

S5 Ábendingar er lausn sem styður allt ferlið frá því að ábending eða kvörtun er skráð þar til úrbótum vegna hennar er lokið á farsælan hátt.  S5 Ábendingar nýtist fyrirtækjum sem vilja tryggja að ávallt sé gripið til viðeigandi ráðstafana vegna ábendinga og kvartana sem þeim berast og að sífellt sé unnið að endurbótum sem taldar eru skila fyrirtækinu ávinningi.

S5 Ábendingar er veflausn og því aðgengilegt öllum skilgreindum notendum sem aðgang hafa að veraldarvefnum. Viðmót kerfisins er notendavænt og auðvelt er að læra á það. Kerfið uppfyllir kröfur gæðastaðalsins ÍST ISO/IEC 9001.

Ummæli
Hjá Kópavogsbæ notum við S5 kerfið til að halda utan um ábendingar frá bæjarbúum og starfsmönnum, kvartanir um hnökra í gæðakerfinu, skýrslur innri úttekta og úttektaráætlanir. Kerfið er mjög auðvelt í notkun og varðveitir gögn á einfaldan og skipulegan hátt. Notkun S5 kerfisins hefur auðveldað alla vinnslu í framangreindum þáttum gæðakerfisins.
 • Árni Þór Hilmarsson, gæðastjóri
 • Kópavogsbær

Í S5 Ábendingum er meðal annars hægt að:

 • Skrá og halda skipulega utan um ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum og starfsmönnum
 • Úthluta nauðsynlegum úrbótum vegna ábendinga og kvartana til réttra úrlausnaraðila og fylgja úrbótum eftir
 • Stilla sjálfvirkar áminningar til að fyrirbyggja að afgreiðsla ábendinga og kvartana tefjist að óþörfu eða dagi uppi
 • Skilgreina notendahópa og notendaaðgang
 • Stýra aðgangi að einstökum ábendingum og kvörtunum, s.s. ef um er að ræða trúnaðarmál
 • Halda utan um hvers kyns tölvutæk skjöl, s.s. ritvinnsluskjöl, ljósmyndir, hljóð, hreyfimyndir o.s.frv.
 • Skrá og halda utan um samskipti við viðskiptavini. Til dæmis er hægt að skrá munnleg samskipti í færsluskrá og halda utan um öll inn- og útsend tölvupóstsskeyti vegna ábendingar eða kvörtunar
 • Taka út og skoða margvíslega lista yfir ábendingar og kvartanir eftir málaflokkum, deildum, ábyrgðarmönnum, viðskiptavinum, úrlausnaraðilum o.s.frv.

Ávinningur þess að nota S5 Ábendingar er meðal annars:

 • Betri þjónusta og afurðir
 • Ánægðari viðskiptavinir og starfsmenn
 • Sívirkt gæðaeftirlit, aukið öryggi og virkara gæðakerfi
 • Auðveldara verður að meta þarfir viðskiptavina og starfsmanna
 • Auðveldara verður að koma nýjum hugmyndum á framfæri og fylgja þeim eftir
 • Betra og skilvirkara skipulag á eftirfylgni úrbóta
 • Styttri afgreiðslutími ábendinga og kvartana
 • Auðvelt er að aðlaga og sníða kerfið að ábendinga- og kvartanaferli viðkomandi fyrirtækis
 • Kerfið er einfalt í uppsetningu, sveigjanlegt og auðvelt í viðhaldi
 • Kerfið er til bæði á íslensku og ensku

Innleiðing og ráðgjöf

Hjá  Advania starfa ráðgjafar með margra ára reynslu og víðtæka þekkingu á gæðamálum. Þeir veita aðstoð við innleiðingu kerfisins í samræmi við óskir og þarfir einstakra viðskiptavina.