Erindreki

Helgi Magnússon
440 9926

Heildarlausn í skjala- og málautanumhaldi

Erindreki er fullkomið skjala- og málakerfi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Kerfið er hannað og forritað af Advania og er í notkun víða. Það heldur utan um öll skjöl og verkefni fyrirtækja.

Helsti styrkleiki Erindreka felst í einföldu notendaviðmóti og góðum leitarmöguleikum, ásamt fjölbreyttu málakerfi. Erindreki stenst kröfur Þjóðskjalasafns til skjalavistunarkerfa og fylgir helstu stöðlum í skjalastjórnun. 

Kostir og styrkleikar Erindreka

  • Skjalavistun á öllum skráarsniðum
  • Skönnunarlausn með ýmsum möguleikum
  • Öflug aðgangsstýring
  • Funda- og fundagerðarkerfi
  • Skilgreiningar á ábyrgð verkefna
  • Einsleitt umhverfi fyrir skjalavistun
  • Öflug leit og öll skjöl á einum stað

Tæknin

Erindreki er Windowsbiðlari. Vallistar og málaupplýsingar eru vistaðir í SQL gagnagrunni. Mjög auðvelt er að tengja Erindreka við önnur kerfi fyrirtækja t.d. viðskiptamannaskrár. Þá er einnig mjög öflug tenging við Outlook, Word, Excel og PowerPoint forritin frá Microsoft en Erindreki er tengdur þessum forritum beint og því auðvelt fyrir notendur að vinna áfram í Office forritum og vista þaðan í Erindreka.