Skjalakerfi, verkefnastjórnun, upplýsingavistun og verkferlar

Auðunn Stefánsson
440 9000

Auðveld leið að aukinni framleiðni og betri árangri í rekstri

Er hár kostnaður og flækjustig við að innleiða og tengja saman ólíkar tæknilausnir að hindra fyrirtækið þitt og starfsfólk í að ná hámarksárangri?

Taktu skrefið

easy lausnir Advania byggja á Microsoft SharePoint umhverfinu og þær má innleiða sem eina heild eða hverja fyrir sig. Þær má sérsníða að starfsemi fyrirtækja og taka á ýmsum mikilvægum þáttum í rekstri nútíma fyrirtækja. Þar má nefna innri net gæðamál, samskipti við viðskiptavini og skjalastjórnun.


Helstu kostir

  • Vefkerfi aðgengilegt í gegnum vefvafra
  • Öruggar aðgangsstýringar og úttgáfustýringar skjala
  • Öflugar tengingar við Microsoft Office og Outlook
  • Office vefforrit, hægt að vinna í Office skjölum án þess að hafa uppsett Office á tölvu notanda

SharePoint easySTART lausnir

Advania þróar tilbúnar lausnir fyrir fyrirtæki. Þessar lausnir hafa samheitið easySTART, sem vísar til þess að með þeim er einfalt og fljótlegt að setja upp kerfi sem mætir grunnþörfum fyrirtækisins.

Easy lausnirnar eru eftirfarandi

Gagnlegar viðbætur

Mörg fyrirtæki hafa þróað viðbætur við SharePoint af ýmsu tagi. Hér eru nokkrar gagnlegar viðbætur sem Advania hefur góða reynslu af:

 

Harmon.ie

Harmon tengir SharePoint við tölvupóstkerfi og gerir kleyft að nálgast skjöl og upplýsingar úr SharePoint beint úr tölvupóstinum. Hægt er að færa viðhengi og tölvupósta inn í SharePoint skráarsvæði sem og að tengja skjöl úr SharePoint sem viðhengi við tölvupósta. Fæst bæði fyrir Outlook og Lotus Notes póstforritin.

 

Nintex

SharePoint kemur með einföldu kerfi til að skilgreina verkferli (t.d. samþykktarferli) fyrir skjöl og lista. Nintex bætir um betur og gerir kleyft að útfæra einföld og flókin verkferli í einföldu grafísku viðmóti.