S5 Úttektir

Gísli Ragnar Ragnarsson
440 9361

Gæðakerfi

S5 Úttektir er notendavænt og heildstætt hugbúnaðarkerfi til þess að skipuleggja og halda utan um framkvæmd og eftirfylgni gæða- og öryggisúttekta. Kerfið nýtist meðal annars fyrirtækjum og stofnunum sem vinna eftir ferlum gæðakerfis eða öryggisstjórnkerfis, sinna eftirliti eða eru í eftirlitsskyldri starfsemi.

Helstu kostir S5 Úttekta eru

 • Betra og skilvirkara skipulag á úttektum og eftirlitsverkum og virkara gæðakerfi
 • Góð yfirsýn yfir bæði fyrirliggjandi og yfirstaðnar úttektir
 • Möguleikar á ítarlegri greiningu frávika og athugasemda
 • Markvissari stjórnun úrbóta/aðgerða í kjölfar úttektar
 • Auðvelt er að aðlaga kerfið að sérþörfum einstakra fyrirtækja
 • Kerfið er einfalt í uppsetningu og auðvelt í viðhaldi
 • Kerfið býður upp á margvíslegar sýnir á gögn, tölfræðiúrvinnslu og veitir greinargott yfirlit um stöðu gæða- og öryggismála fyrirtækisins hverju sinni
 • Kerfið er bæði á íslensku og ensku

Í S5 Úttektum er meðal annars hægt að:

 • Útbúa úttektaáætlanir fyrir starfsemina í heild eða ákveðna þætti hennar
 • Útbúa gátlista vegna undirbúnings úttekta
 • Útbúa úttektarskýrslur sem innihalda niðurstöður úttekta
 • Skrá og halda skipulega utan um frávik og athugasemdir sem fram koma við úttektir
 • Fylgja eftir nauðsynlegum úrbótum/aðgerðum vegna frávika og athugasemda
 • Stilla sjálfvirkar áminningar til að fyrirbyggja að afgreiðsla úttekta og frávika/athugasemda tefjist að óþörfu eða dagi uppi
 • Útbúa nýjar úttektaáætlanir með því að afrita eldri áætlanir og síðan uppfæra á fljótlegan hátt
Kerfið er hentugt til þess að halda utan um hvers kyns úttektir þar sem krafist er staðfestingar á að gæði og öryggi vöru og þjónustu séu í samræmi við fyrirfram skilgreindar kröfur og reglur.

Veflausn

S5 Úttektir er veflausn og því aðgengilegt öllum skilgreindum notendum sem aðgang hafa að veraldarvefnum. Viðmót kerfisins er notendavænt og auðvelt er að læra á það. Kerfið uppfyllir kröfur gæðastaðalsins ÍST ISO/IEC 9001 og öryggisstaðalsins ÍST ISO/IEC 27001 og nýtist bæði við innri úttektir sem og viðhaldsúttektir vottunarfyrirtækja.
 

Innleiðing og ráðgjöf

Hjá Advania starfa ráðgjafar með margra ára reynslu og víðtæka þekkingu á ráðgjöf  í gæðamálum og stjórnun upplýsingaöryggis. Þeir veita aðstoð við innleiðingu kerfisins og framkvæmd úttekta í samræmi við óskir og þarfir einstakra viðskiptavina.