Fróði

Gunnar Þórisson
440 9375

Fróði er samheiti á fjölbreyttu lausnasafni (e. Toolbox) fyrir handtölvur sem byggir á netsamskiptum við viðskiptalausnir gegnum .NET vefþjónustu. Lausnin er háð sítengingu við viðskiptakerfið, en engin gagnagrunnur er á handtölvunni sjálfri. Öll gögn er fengin úr og vistuð í viðskiptakerfinu, en stuðst er við staðlaða virkni innan viðskiptakerfisins til dæmis við talningar og vörumóttöku.

Þessar lausnir hafa verið útfærðar á móti Ópusallt, Microsoft Dynamics AX og Dynamics NAV. Samskiptin fara fram yfir þráðlaust net (WIFI) eða í gegnum farsímakerfi (3G, GPRS), en með kerfinu er hægt að telja geymslulagera utanhúss jafnt sem vöruhús og verslanir. Þar sem enginn gagnagrunnur er á handtölvunum er engin þörf á að samkeyra gögn, sem heldur bakvinnslu í algjöru lágmarki. Sítenging við viðskiptakerfið tryggir að notandinn er alltaf að vinna með nýjustu upplýsingar.

Helstu verkefni sem Fróða hefur verið að leysa hjá viðskiptavinum eru:

  • Talningar 
  • Fyrirspurnir og verðeftirlit 
  • Flutningspantanir á milli lagera eða áfyllingar á hillum í verslunum 
  • Hillumiðaprentun

Á teikniborðinu eru:

  • Gerð sölupantana
  • Vörumóttaka 
  • Rýrnunarskráning 
  • Eftirlit með tækjum og búnaði 
  • Skráning á varahlutum á verk (e. Field Service)

Fróði hentar einstaklega vel sem grunnur að sérhæfðri handtölvulausn, en búið er að leysa utanumhald notenda og tengingu við viðskiptakerfið, sem gerir slíkar lausnir mun ódýrari í þróun.