Umbraco og fríkerfi

Sigrún Eva Ármannsdóttir
440 9968

Advania tekur að sér uppsetningu fríkerfa fyrir þá viðskiptavini sem óska þess. Við höfum góða þekkingu á til dæmis:

 • Umbraco
 • DotnetNuke
 • Drupal

DotNetNuke og Umbraco eru þau fríkerfi sem mest hafa verið notuð innan Advania við uppsetningu vefsvæða. Kerfin má nota með nánast hvaða vefstuddum hugbúnaði eða vefsetri/vefgátt sem er.


Kerfið í hnotskurn

DotNetNuke samfélagið samanstendur af þróunarfólki með margvíslegan bakgrunn, stjórn, innri kjarna (Inner Core) og ytri kjarna (Outer Core).

 • Opið aðgangsleyfi (BSD)
 • Fjölgátta útfærsla
 • Öryggisaðgangur eftir hlutverkum – starfsfólk þjónustar sig sjálft
 • Sveigjanleg útlitshönnun með hamskiptum (Skinning)
 • Breyta má innihaldi með innskoti (inline) og textaleit er möguleg
 • Ýmis verkfæri fylgja með – skýrslur um heimsóknir, fjöldapóstur, skráastýring, greiðsluumsjón, seljendaumsjón
 • Vinaleg vefföng (Friendly URLs)
 • 21 kerfiseiningar innbyggðar í kjarna. Hundruð utanaðkomandi eininga fyrirliggjandi (gegn greiðslu eða ókeypis)
 • Notar Patterns & Practices Group tilhögun.  Provider Pattern notað á víðtækan hátt
 • Framúrskarandi hugbúnaðarútfærsla – stækkanlegt með einingum
 • Notar ASP.Net 2 notanda, aðild og forstillingar (profile)
 • Stigfrjálst (scalable). Notendur vefsíðu DNN eru yfir 195,000 og heimsóknir þangað yfir ein milljón á mánuði
 • Hraðvirkt – notar skyndiminni (cache)

Einingar

Hér getur að líta yfirlit yfir einingar sem eru hluti af Dotnetnuke kerfinu:

 • Nýskráningar form / Innskráning
 • Fréttir   
 • Tilkynningar
 • Auglýsingaborðar (Banners)
 • Tengiliðir
 • Spjallþræðir
 • Blog
 • Skjalaniðurhal
 • Dagatal
 • FAQs
 • Myndaalbúm 
 • Hafa samband
 • IFrame
 • Myndir
 • Tenglar 
 • Fréttamiðlun ( RSS )
 • Skoðanakönnun
 • Texti/HTML
 • Töflur
 • XML/XSL 

Það besta við kerfið er að það kostar ekki neitt

Advania býður uppá aðstoð og ráðgjöf fyrir fyrirtæki sem vantar að koma fyrirtæki sínu á vefinn.

 • SQLServer / MSDE
 • IIS 5.0 / 6.0