Eru viðskiptavinir þínir ánægðir?

Ívar Logi Sigurbergsson
440 9117

Með HappyorNot getur þú mælt ánægju viðskiptavina og fengið skýr skilaboð um hvernig þeir upplifa þjónustu í fyrirtækinu þínu.

Lausnin er einföld í uppsetningu, enn einfaldari í notkun og í lok hvers dags færðu auðskiljanlegar skýrslur sem skila ánægjumælingum dagsins. Mælingarnar eru brotnar niður á klukkutíma svo það er auðvelt að greina sveiflur í ánægjumælingum yfir daginn.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina okkar, en þeirra á meðal eru bankar, verslanir, tryggingafélög, olíufélög, flugstöðin og mörg önnur þjónustufyrirtæki.

 Helstu kostir

  • Ánægjumæling í rauntíma
  • Skýrsla sýnir sveiflur í ánægju niður á klukkutíma hvers dags.
  • Notkun kerfisins sendir skýr skilaboð til viðskiptavina um að fyrirtækinu sé annt um ánægju 

Vélbúnaðurinn

  • Tækið kemur tilbúið til notkunar
  • Engar snúrur og tengingar
  • Auðvelt er að færa tækið þangað sem það hentar
  • Hannað fyrir mikla notkun
  • Notar GSM net og kemur með innbyggðri rafhlöðu og símkorti
  • Líftími rafhlöðu +2 ár


Með reglulegum ánægjumælingum getur þú gætt þess að viðskiptavinir séu að fá rétta upplifun í versluninni þinni. Hafðu samband við okkur strax í dag og við hjálpum þér að taka púlsinn á þjónustunni.