LS One

Advania býður upp á LS One afgreiðsluhugbúnað fyrir verslanir, veitingahús og aðra afgreiðslustaði. LS One er sveigjanleg afgreiðslulausn sem hentar öllum fyrirtækjum í verslunarrekstri.

Lausnin byggir á .NET tækni Microsoft og nýtir þar með nýjustu gagnagrunns- og stýrikerfislausnir þeirra. LS One lausnin samanstendur af afgreiðslukerfislausn auk bakendabúnaðar sem gefur stjórnendum möguleika á að stýra uppsetningu, útliti, aðgangsheimildum og fleira.