Oracle BI

Oracle e-business Suite skilar daglegri viðskiptagreind

Viðskiptagreindarlausir Oracle e-business suite uppfylla upplýsingaþarfir fyrirtækja með beinum aðgangi notenda á Netinu að þeim upplýsingum sem þeir þurfa. Mörg hundruð fyrirfram skilgreindar skýrslur og greiningarmöguleikar fyrir fjárhag, mannauð, innkaup, aðfangastýringu, verkefni ofl. eru hluti af þeim viðskiptagreindarlausnum sem unnt er að fá fyrir kerfishluta viðskiptalausna Oracle.  Með Oracle e-business Suite og samhæfðum viðskiptagreindarlausnum er ekki þörf á sérstöku gagnavöruhúsi heldur nýta lausnirnar möguleika Oracle gagnagrunnsins til fulls og bjóða þannig beinan aðgang í rauntíma upplýsingar.

Skilgreindir lykilmælikvarðar, viðvaranir ef árangur er utan skilgreindra marka og möguleikar á að bora niður frá millisummum niður í einstakar færslur eru á meðal þeirra möguleika sem viðskiptagreindarlausnir frá Oracle bjóða uppá. Upplýsingar eru flokkaðar og skilgreindar eftir ábyrgðarsviðum stjórnenda og starfsmanna og aðgengilegar í gegnum einfalt vefviðmót sem notendur geta aðlagað að sínum þörfum.  

Samhæft árangursmat

Stjórnunar- og mælikerfið Samhæft árangursmat hjálpar fyrirtækjum að tengja afturvirkar stærðir, sem fást beint úr öðrum kerfishlutum Oracle viðskiptalausna eða úr vöruhúsi gagna, við framtíðarstefnu og -hlutverk þeirra og meta þannig eigin frammistöðu út frá heildrænu sjónarhorni. Hugbúnaðarlausnin er hönnuð í nánu samstarfi við höfunda hugmyndafræðinnar á bak við Samhæft árangursmat.

Fjölbreytt úrval lausna

Auk viðskiptagreindarlausna innan Oracle E-business Suite býður Oracle upp á fjölbreytt úrval annara viðskiptagreindarlausna og þróunartóla, en undir þann flokk falla til dæmis vöruhús gagna, Discoverer og ýmis tæki til greiningar á afkomu, viðskiptavinum og mörkuðum.