SQL Observer

Auðunn Stefánsson
440 9000

Ný leið til að fylgjast með keyrslum og verkliðum í SQL Server

Observer eftirlitskerfi Advania fyrir SQL Server Agent sýnir glöggt keyrslur og verkliði með myndrænum hætti.

Kerfið sýnir verk og tímasetningar líkt og þegar horft er á dagskrárliði í sjónvarpi.


Helstu kostir Observer

  • Verkin eru listuð upp og tímaás er notaður til að sýna framvindu verks, hvað er búið, hvað er í keyrslu og hvað er næst á dagskrá. 
  • Litir eru notaðir til að gefa betri yfirsýn yfir stöðuna hverju sinni, hvernig verk enduðu og hver eru enn í vinnslu.
  • Hægt er að setja verk í gang og stöðva þau í gegnum viðmótið.  
  • Hægt er að skoða ýtarlegar upplýsingar hvaða verkliðir keyra undir verkinu og framvindu þeirra.