Viðskiptagreind | Targit greiningartól fyrir viðskiptagreind

Björn Kristján Arnarson
440 9057

Einfalt en öflugt greiningartól fyrir viðskiptagreind

Targit BI Suite er öflugt greiningartól sem gefur yfirlit yfir stöðuna á lykilmælikvörðum fyrirtækisins. Virk mælaborð og skýrslur tryggja stjórnendum ítarlegar upplýsingar um þá þætti sem eru fyrirtækinu mikilvægir og auðvelda þannig ákvarðanatöku.

Með Targit BI Suite getur notandinn breytt gögnum í áþreifanlegar upplýsingar með því að búa til greiningar, lifandi mælaborð og ítarlegar skýrslur byggðar á gögnum fyrirtækisins. Þær upplýsingar sem notandinn fær á þennan hátt með aðstoð Targit BI Suite gera honum kleift að taka betri og upplýstari ákvarðanir á skemmri tíma en áður. Þetta skilar sér svo aftur í bættum rekstri fyrirtækisins.

Helstu kostir Targit

  • Einfalt í notkun
  • Lifandi mælaborð
  • Öflug skýrslugerð
  • Veitir fjölbreytta möguleika við gerð á skýrslum og greiningum 
  • Hentar öllum stærðum og gerðum fyrirtækja
  • Stuðningur við snjallsíma og spjaldtölvur
  • Hvað-ef greiningar
  • Styður bæði vensla- og víddargagnagrunna
  • Auðvelt í uppsetningu og uppfærslu

 

Ummæli
Hjá Fjármálaeftirlitinu er unnin viðamikil greiningarvinna sem gerir ríkar kröfur til þess hugbúnaðar sem notaður er. Við hjá FME höfum valið að nota Targit því það greiningartól uppfyllir okkar þarfir og leysir þær á hagkvæman hátt.
  • Jón Andri Sigurðarson
Notandinn hefur val um að búa til nýja skýrslu frá grunni eða búa til eina slíka slíka út frá fyrirliggjandi greiningu. Þegar búin er til ný skýrsla er notandinn leiddur í gegnum ferlið skref fyrir skref í mjög notendavænu umhverfi. Aðeins eru notuð kunnugleg viðskiptahugtök og er því auðvelt fyrir alla notendur í hvaða stöðu sem þeir gegna innan fyrirtækisins að vinna í Targit.
 
Mælaborð gerð í TARGIT veita notandanum yfirsýn yfir helstu lykilþætti í rekstri fyrirtækisins. Mælar í mælaborðinu bregðast skjótt við breytingum í gögnum fyrirtækisins og geta borið kennsl á ýmiskonar vandamál sem og tækifæri sem upp koma í rekstrinum.
 
Í TARGIT hafa notendur aðgang að miðlægri skýrslu- og greiningageymslu en hún gerir þeim kleift að hafa samræmda sýn á gögn fyrirtækisins.  Einnig býður TARGIT upp á sjálfvirkar útsendingar á skýrslum.  Þannig geta starfsmenn fengið ýmiskonar yfirlit með nýjustu upplýsingum send reglulega beint í pósthólfið sitt.
 
TARGIT býður upp á mobile lausn sem gefur notendum möguleika á að fylgjast með og greina mikilvægar upplýsingar hvar sem þeir eru staddir hverju sinni hvort heldur sem er í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvur.
 
Með storyboard getur notandinn sýnt greiningar á rauntíma í formi myndbands, glærusýningar eða hlaðvarps. Hugmyndin með storyboard er m.a. að gera upplýsingar um stöðu mála aðgengilegar fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Þessu stöðuga upplýsingaflæði er svo ætlað að hvetja starfsmennina til að grípa til viðeigandi aðgerða hverju sinni, aðgerða sem færa fyrirtækið skrefinu nær markmiði þess.