Þjónusta

Auðunn Stefánsson
440 9000

Gæðaþjónusta við viðskiptavini


Ráðgjöf og þjónusta

Advania býður uppá ráðgjöf og þjónustu í öllum þáttum viðskiptagreindar auk þess að hafa sérfræðikunnáttu í hönnun og smíði vöruhúsa gagna, hreinsunar gagna og samhæfingar gagna.

Einnig er boðið upp á viðhaldssamninga og rekstrarsamninga.

Viðhaldssamningar

Við kaup á vörum frá SAP Business Objects er undirritaður viðhalds-samningur sem gefur kaupanda rétt á fríum uppfærslum á líftíma samningsins.

Viðskiptagreindarhópur Advania fylgist með nýjungum og uppfærslum og tilkynnir viðskiptavinum þegar rétt er að uppfæra í nýrri útgáfur.

Rekstrarsamningar

Við undirritaðan rekstrarsamning tekur Advania á sig allar uppsetningar hugbúnaðarins, útbýr og viðheldur rekstrarhandbók og skilar mánaðarlegum rekstrarskýrslum auk þess að viðskiptavini er tryggður aðgangur að sérfræðingum í gegnum fasta viðveru og/eða útköll.


Helstu þættir rekstrarsamnings:

Fast mánaðarlegt verð sem er ákveðið miðað við umfang rekstrarþjónustunnar.

Daglegt viðhald og eftirlit:

 • Móttaka og úrvinnsla verkbeiðna.
 • Eftirlit með ástandi þjóna.
 • Eftirlit með áætluðum keyrslum.
 • Viðbrögð og lagfæring rekstraratvika.
 • Uppfærsla og viðhald rekstrarhandbóka.


Mánaðarlegt viðhald:

 • Eftirlit með vélbúnaði og álagsmælingar.
 • Eftirlit með viðburðum og atburðaskrám.
 • Innsetning og frágangur á uppfærslum á kjarnahugbúnaði.
 • Yfirlit yfir áætlaðar keyrslur.


Ársfjórðungslegt viðhald:

 • Endurskoðun á kerfishögun.
 • Skoðun á stöðu og nýtingu leyfa.