Viðskiptagreind - Business Intelligence (BI) | Microsoft

Auðunn Stefánsson
440 9000

Kunnuglegt umhverfi fyrir viðskiptagreind sem er einfalt í notkun

Microsoft BI er fullvaxið viðskiptagreindarumhverfi, sem er sérhannað fyrir söfnun, samhæfingu og úrvinnslu gagna, ásamt miðlun þeirra í formi verðmætra upplýsinga. Því er ætlað að styðja alla fleti ákvarðanatöku fólks í atvinnulífinu.

Helstu kostir Microsoft BI

  • Árangursrík og skilvirk upplýsingamiðlun
  • Betri yfirsýn og markvissari ákvarðanataka
  • Auðveldari samvinna og gagnamiðlun
  • Fjölbreytt tól til greiningar á rauntímaupplýsingum
  • Aukin samhæfing markmiða og leiða
  • Viðskiptagreindartól fyrir allt starfsfólk
  • Framþróuð mælaborð stjórnenda og samþætt árangursmat

 

Ummæli
Í daglegum rekstri er mikilvægt að hafa góð stjórnendatæki til að fylgjast með rekstri, efnahag og öðrum mikilvægum þáttum í rekstrinum. Microsoft BI hefur uppfyllt allar þær kröfur sem við gerum til upplýsingakerfa og samstarfið við Advania hefur gengið mjög vel en þjónustan í stjórnendalausnum er alltaf til fyrirmyndar.
  • Kristján Elvar Guðlaugsson
Microsoft BI veitir fjölmarga kosti til að fylgjast með og greina upplýsingar, sem til dæmis lúta að fjárhag, rekstri, viðskiptatengslum og mannauði. Upplýsingar þessar eru uppfærðar, annað hvort í rauntíma eða á fyrirfram ákveðnum tímapunkti og síðan ýtt til notenda með þeim hætti sem hentar í hverju tilviki.

Microsoft BI er sveigjanleg og öflug lausn, sem byggir á samþættingu Microsoft-lausna, sem eru fyrir hendi bíðast hvar í atvinnulífinu. Innleiðing Microsoft BI felur því í sér góða arðsemi fjárfestingar, þar sem kerfið nýtir eldri fjárfestingar í hugbúnaði og undirliggjandi vélbúnaði.

Þar sem viðmót Microsoft BI er kunnuglegt flestum notendum er mögulegt að halda öllum þjálfunarkostnaði og innleiðingartíma í lágmarki. Microsoft BI tryggir að rétt fólk hafi nákvæmar upplýsingar tímanlega til reiðu, á réttu sniði, framsettar í þægilegu viðmóti sem allir þekkja.

Microsoft BI nær yfir allt frá samhæfingu gagna að ákveðnum mælaborðum til áætlanagerðar og tengdrar ákvarðanartöku fyrir stjórnendur. Samhæfing getur falið í sér mikið hagræði og tímasparnað. Slík samhæfing veitir jafnframt góða yfirsýn yfir mikilvæga þætti í rekstri og starfsemi.