Microsoft Excel

Notaðu það sem þú átt

Dæmi um viðskiptagreind í Excel eru Olap teningar sem birtir eru með PivotTöflu framsetningu. Með þeim er hægt að skoða gögn út frá ýmsum hliðum. Helstu nýjungar snúa að meiri hraða við úrvinnslu gagna, bættri myndrænni framsetningu, aðlögun vídda og bættri leit og síu.

Helstu kostir

  • Meiri hraði
  • Bætt leit og sía
  • Meiri aðlögun
  • Bætt myndræn framsetning
  • Samsetning sía
  • Meira gagnamagn

 

PowerPivot er nýr möguleiki sem auðveldar gagnameðhöndlun í Excel 2010. Þeir sem hafa aðgang að og þekkingu í viðskiptakerfum fyrirtækisins sem þeir starfa hjá geta dregið út þær upplýsingar sem þeir þurfa og birt þær með þeim hætti sem þeir vilja.

Það er hægt að byggja PivotTöflur ofan á gögnin og vinna með þær eins og venjulegar Pivot töflur.

Aðrir áhugaverðir hlutir í Microsoft Excel 2010

  • Birting gagna í PowerPoint
  • Write-Back stuðningur
  • Bættur Solver með öflugri algrímum og betra notendaviðmóti
  • Fleiri föll, meiri nákvæmni