Viðskiptagreind - Business Intelligence (BI) | SAP Business Objects

Ágúst Valgeirsson
440 9165

Lausnir frá SAP Business Objects mynda heildstætt umhverfi fyrir viðskiptagreind, allt frá samhæfingu gagna til áætlanagerðar og mælaborðs fyrir stjórnendur. Notendaumhverfið er bæði öflugt og einfalt, því geta neytendur upplýsingana verið mun sjálfstæðari en þekkist í sambærilegum lausnum.

Helstu kostir SAP BusinessObjects:

 • Einfalt og öflugt notendaumhverfi.
 • Verkfæri sem eru sérsniðin að þörfum upplýsinganeytendanna.
 • Hægt að nálgast lykiltölur, skýrslur, mælaborð og aðrar upplýsingar í gegnum snjallsíma/spjaldtölvulausnir og í Microsoft Office.
 • Stuðningur fyrir margar mismunandi tegundir gagnaveitna, gagnagrunna og ýmsar tegundir skjala.
Ummæli
Við hjá VALITOR höfum notað SAP BusinessObjects frá árinu 2005 og það hefur gjörbylt allri greiningarvinnu og skýrslugerð hjá okkur. Viðmótið er myndrænt og einfalt í notkun.
 • Stefán Ari Stefánsson

Viðskiptagreind

Viðskiptagreindarlausnir frá SAP gera notendum kleyft að nálgast upplýsingar á öruggari og einfaldari hátt en áður. SAP BusinessObjects heldur utan um hinar ýmsu gagnaveitur fyrirtækisins og gerir viðkomandi gögn aðgengileg í gegnum margvísleg viðmót sem eru hönnuð fyrir notendur fyrir öll þrep tæknikunnáttunnar.

Lausnir í boði:

 • Lumira - gerðu gögnin þín lifandi og skoðaðu þau með sjónrænum hætti.
 • Dashboards - árangursstjórnun með gagnvirkum mælaborðum
 • Design Studio - hannaðu gagnvirk mælaborð fyrir snjallsíma
 • Mobile og Explorer Mobile App- gerðu upplýsingarnar aðgengilegar í snjallsíma eða spjaldtölvu fyrir þá notendur sem þurfa þær þegar þeim hentar
 • Explorer - fáðu strax svör við áríðandi spurningum, leitaðu að samhengjum og nýjum upplýsingum hvar og hvenær sem er
 • Samþætting gagna úr SAP BusinessObjects og Microsoft Office s.s. Excel, Word og PowerPoint með Live Office
 • Gerð stjórnunar og greiningarskýrslna með Web Intelligence og Analysis fyrir OLAP eða Analysis fyrir Microsoft, auk aðgerðaskýrslna og reikninga með Crystal Reports.
 • Stjórnun SAP Business Objects umhverfisins og öryggisgæsla fer fram í veflægu stjórnborði. Þar er þar sem einnig er hægt að fylgjast með notkun kerfisins og atburðum, sem og að færa hluti og stillingar frá einu umhverfi í annað.

SAP BusinessObjects býður upp á tvær mismunandi leiðir í leyfismálum; BI Suite fyrir stór fyrirtæki og Edge fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Þessi skipting tekur mið af þörfum notenda.

Gagnastjórnun (Enterprise Information Management)

Samhæfing gagna er grundvallar forsenda þess að vel takist til þegar aðferðarfræði viðskiptagreindar er viðtekin í fyrirtækjum. Mikilvægt er að huga að gæðum og samþættingu gagna þar sem allar upplýsingar munu byggjast á þeim. 

SAP Business Objects Data Services er alhliða lausn fyrir samhæfingu gagna án tillits til tegundar undirliggjandi gagnagrunna. Lausnin samanstendur af Data Integrator, greiningu gagna, greiningu gæða og Data Quality Management sem saman gera eitt öflugasta samþættingarverkfærið á markaðnum í dag.

SAP Information Steward auðveldar alla umsýslu á lýsigögnum og dregur þannig úr kostnaði fyrirtækja.

Árangursstjórnun (Enterprise Performance Management)

SAP Business Objects býður upp á áætlunargerðartólið Planning and Consolidation.

Áætlanagerðin er unnin í Microsoft Excel, Word og/eða PowerPoint notendaviðmóti með beinni tengingu við sameiginleg gögn SAP Business Objects umhverfið sem tryggir að alltaf sé verið að vinna með sömu gögnin. Þar með sjá allir sama „sannleikann“ og komið er í veg fyrir að gagnaeyjur myndist um allt fyrirtæki. Slíkt sparar bæði tíma, fjármuni og fyrirhöfn.

Skýjalausnir (Cloud Computing)

Með skýjalausnum SAP er hægt að setja upp vöruhús gagna með lágmarks fyrirhöfn og án kostnaðarsamra og tímafrekra tækjakaupa, leyfiskaupa og viðhalds. Gögnin eru geymd í „skýinu“ og notendur halda áfram að nýta sér viðskiptagreindarverkfæri SAP Business Objects í gegnum vafra.

SAP býður meðal annars uppá "OnDemand" sem er hýsingar- og samhæfingarþjónusta fyrir vöruhús gagna. Hagkvæmnisþátturinn höfðar til bæði stærri og minni fyrirtækja auk þess sem neytendur nýta sér slíkar lausnir í auknum mæli, sbr. myndvinnslu og skjalageymslur.

OnDemand er hægt að prófa ókeypis hérna.