Þjónusta

Olga Helena Kristinsdóttir
440 9900

Getum við aðstoðað?

Hjá Advania starfar stór hópur sérfræðinga í tengslum við ráðgjöf og þjónustu á Microsoft Dynamics AX.  Um er að ræða reynslumikinn hóp með mikla þekkingu á ráðgjöf og þjónustu við kröfuharða viðskiptavini.

Okkar viðfangsefni eru innleiðingar, ráðgjöf, verkefnastýring, þjónustuheimsóknir, móttaka þjónustusímtala og þjónustubeiðna. Við erum einnig með þjónustuver þar sem tekið er á móti símtölum alla virka daga frá klukkan 9-17. Við viljum hvetja þá sem eru með tengiliðasamning að nýta sér líka þjónustu þjónustuversins ef á þarf að halda.

Þjónustusími okkar er 440 9900Ummæli
Í kjölfar innleiðingar okkar á Microsoft Dynamics AX fengum við námskeið sem voru allt í senn okkur mjög gagnleg, lífleg og skemmtileg – okkur leiddist aldrei.
  • Hanna María Þorgeirsdóttir, sérfræðingur í Hagdeild
  • Prentsmiðjan Oddi
Fjölbreytt úrval námskeiða
Advania skólinn býður fjölbreytt úrval námskeiða í Dynamics AX - sjá dagskrá námskeiða.
Kennarar eru þaulreyndir ráðgjafar í Microsoft Dynamics AX og öll aðstaða er til fyrirmyndar í Advania skólanum.

Endurmenntun - ótvíræðir kostir
Fjárfesting í formi endurmenntunar starfsmanna hefur ótvíræða kosti:

  • Eykur þekkingu starfsmanns 
  • Eykur sjálfstraust starfsmanns 
  • Eykur ánægju starfsmanns í starfi 
  • Eykur færni og sparar vinnu 
  • Eykur verðmætasköpun mannauðs í fyrirtækinu 

Fjarhjálp Advania
Með Fjarhjálp Advania getur starfsfólk Advania aðstoðað viðskipavini sína yfir vefinn og flýtt þannig fyrir úrlausnum verkefna.

Fullkomin gagnaleynd
Fyllsta öryggis er gætt og með dulkóðunartækni er fullkomin gagnaleynd (Advanced Encryption Standard).

Heimildir og stjórnun á yfirtöku
Viðskiptavinur þarf alltaf að samþykkja að starfsmaður Advania taki yfir tölvuna þeirra. Á engan annan hátt getur starfsmaður Advania tengst viðskiptavinum. Að auki hafa viðskiptavinir fullkomna stjórn á mús og lyklaborði þegar tenging hefur átt sér stað og geta hvenær sem er rofið tengingu. Misjafnt er eftir samningum viðskiptavina hvort greitt sé fyrir þessa þjónustu.