• Viltu prufa?
  Hægt er að óska eftir tímabundnum prufuaðgangi að NAV með því að fylla út umsóknarform. Uppsetning á prufuaðgangi getur tekið 2-3 virka daga.
 • Hvað kostar að vista skjöl í NAV

  Ekki er greitt fyrir fyrstu 100 mb í skjalavistun í NAV en eftir það er greitt skv. meðfylgjandi töflu.

  Magn (Mb) Mánaðarverð   m/vsk
  100 0,- kr.
  100-1000 395,- kr.
  1001-2500 695,- kr.
  2501-5000 995,- kr.
  5000-10000 1.395,- kr.
  >10000 Sérverð

   

 • Eru gögnin mín afrituð?
  Einu sinni á dag eru öll gögn afrituð og þau geymd í 90 daga. Hins vegar er það á ábyrgð viðskiptavinar að taka reglulega afrit af gögnum og geyma skv. kröfum um varðveislu bókhaldsgagna.
 • Binditími og uppsagnarfrestur
  Binditími er 12 mánuðir frá umsókn eftir það 1 mánuður og hefst uppsagnarfrestur við mánaðamótin eftir að uppsögn berst. Uppsögn skal vera skrifleg og berast með sannanlegum hætti.
 • InvalidSecurity villa

  Villulýsing

  Í örfáum tilvikum hafa komið upp villuskilaboð eftir að Windows biðlari hefur verið settur upp á útstöð. Villuskilaboðin innihalda eftirfarandi villuskilaboð:

  The client could not establish a connection to the Microsoft Dynamics NAV Server. 
  FaultCode = 'InvalidSecurity' 
  Reason = 'An error occurred when verifying security for the message.'

  Lausn

  Villan virðist koma upp þegar frávik á tímastillingum á útstöð og NAV þjóni (server) er töluverður. Í flestum tilvikum orsakast þetta af röngum tímastillingum á útstöð. Til þess að leysa þetta vandamál er skynsamlegast að láta útstöð uppfæra tíma sjálfvirkt.

 • Hvað verður um gögnin mín við uppsögn?

  Um varðveislu gagna gilda notendaskilmálar NAV í áskrift sem samþykktir eru við kaup á þjónustunni.

  Í skilmálunum, undir lið nr. 9, kemur eftirfarandi texti fram varðandi varðveislu gagna eftir uppsögn.

  „Advania varðveitir ekki gögn viðskiptavinar eftir að áskrift er sagt upp eða lýkur með öðrum hætti. Hvíli skylda á viðskiptavini að varðveita gögn á grundvelli ákvæða laga eða samninga, eins og t.d. varðveisla bókhaldsgagna á grundvelli laga um bókhald, skuldbindur viðskiptavinur sig til þess að varðveita sjálfur eintök af þeim gögnum. Við lok áskriftar getur viðskiptavinur óskað eftir afriti af gögnum, gegn greiðslu í samræmi við almenna gjaldskrá eins og hún stendur á hverjum tíma. Slík ósk þarf að berast eigi síðar en 30 dögum eftir að áskrift lýkur. “

  Hér er að nálgast notkunarskilmála NAV í áskrift.

 • Hvernig virkar NAV í áskrift?
  Umhverfið og gögnin
  Microsoft Dynamics NAV er alhliða viðskipta- og upplýsingalausn með einföldu notendaviðmóti.

  NAV í áskrift er innlend skýjalausn þar sem umhverfið og gögnin eru hýst í fullkomnu og öruggu hýsingarumhverfi hjá Advania í Hafnarfirði, vottað með ISO 27001 vottuninni.

  Sameiginlegt ský
  NAV í áskrift er svokölluð sameiginleg skýjalausn, sem þýðir að stýrigögn eru sameiginleg á milli allra áskrifenda í þjónustunni. Þó verður að hafa í huga að gögn hvers og eins áskrifenda eru aðskilin og örugg. 

  Með þessari uppsetningu verður öll umsjón skilvirkari fyrir Advania, sem skilar sér aftur til áskrifenda í lægri mánaðargjöldum. NAV er því uppfært sjálfkrafa hjá öllum áskrifendum þegar Microsoft gefur út nýjar útgáfur af NAV. Forsenda fyrir því að þetta sé mögulegt er að engar sérbreytingar/aðlaganir séu framkvæmdar á grunnkerfi NAV né sérkerfum Advania.


  Biðlarar
  Eftir að öll formsatriði hafa verið kláruð og umhverfið hefur verið stofnað fær viðskiptavinur sendar upplýsingar um hvernig setja má upp viðmótið. Hægt er að opna kerfið með fernum hætti.

  • Windows biðlara
  • Vefbiðlara
  • Spjaldtölvubiðlara
  • Símabiðlara

  NAV forritið keyrir á Windows tölvum
  Til að setja NAV upp á Windows tölvu er einfaldlega sett inn vefslóð í vafra sem vísar á uppsetningarsíðu. Viðskiptavinir fá þessa vefslóð senda frá Advania.

  Nota má NAV í vafra
  Nota má NAV í venjulegum vafra. Það þýðir að hægt er að nálgast NAV og vinna í forritinu í nánast hvaðan sem er. Ekki er því lengur þörf á tengingum í gegnum terminal og vpn líkt og var hér áður fyrr.

 • Hvað kostar að fletta upp í þjóðskrá og skeytamiðlara?

  Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá

  Uppfletting í þjóðskrá kostar 15 kr. pr. skeyti án vsk.

  Uppfletting í fyrirtækjaskrá kostar 15 kr. pr. skeyti án vsk.

  Skeytamiðlari

  Skeytagjald er 30 kr. pr. skeyti án vsk.

   

 • Hver er munurinn að nota NAV í forriti og í vafra?

  Microsoft Dynamics NAV er sett upp á tölvu með Windows hugbúnaði líkt og um hvern annan hugbúnað er að ræða. Hugbúnaðurinn er keyrður upp með hefðbundnum hætti.

  Hægt er að nota vefútgáfu af Microsoft Dynamics NAV. Vefútgáfuna er hægt að nálgast með því að slá inn vefslóð í vafra og skrá sig inn með sama notendanafni og lykilorði og í Windows biðlara.

 • Hvað er takmarkaður notandi?
  Frá og með NAV 2013 útgáfunni voru kynntar nýjar tegundir af notendaleyfum, leyfi sem fela í sér töluverða breytingu frá fyrri útgáfum. 

  Hægt er að fá notanda sem er með takmarkaða virkni. Varðandi verð á slíkum notanda er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á navaskrift@advania.is.

  Takmarkaður notandi (e. Limited user)
  • Lesréttindi að öllu stöðluðum kerfiseiningum í Microsoft Dynamics NAV hvort sem um er að ræða í gegnum forrit eða vafra. 
  • Skrifaðgangur í að hámarki þrjár töflur að undanskildum fjárhagshreyfingum. Sem dæmi: sölumaður með aðgang að stofnun nýrra viðskiptavina, stofnun nýs tilboðs eða nýrrar sölupöntunar.

   

 • Virkar þjónustan á Apple tölvum?

  Ekki er hægt að setja Windows biðilinn upp á Apple tölvum nema Windows sé á tölvunni. Hægt er að keyra Windows á Apple tölvum annars vegar í gegnum Boot camp eða með því að setja upp Windows sýndarvél á Apple tölvunni. Vsml. sendu okkur fyrirspurn varðandi nánari upplýsingar.

  Hægt er að nota NAV í gegnum vafra í Apple tölvum. 

 • Hvað kostar áskriftin?

  Allar upplýsingar um verð má nálgast undir Áskriftarleiðir.


 

Hafðu samband

Ef þú finnur ekki svörin við spurningum þínum hér fyrir ofan, hafðu þá samband við okkur.