Fjárhagskerfi, viðskiptakerfi og bókhaldskerfi | Microsoft Dynamics NAV

Alhliða viðskiptakerfi

Microsoft Dynamics NAV er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi með einföldu og hnitmiðuðu notendaviðmóti. Kerfið hentar meðalstórum og stórum fyrirtækjum sem eru í framleiðslu-, heildsölu-, smásölu-, dreifingu- og þjónustu.

Öflugt starfsteymi

Í NAV hópnum hjá Advania starfar stór hópur ráðgjafa og forritara sem búa yfir gríðarlegri þekkingu og reynslu af uppsetningu og innleiðingu á Microsoft Dynamics NAV. 

Okkar helsti styrkur eru öflug sérkerfi, mikil þekking, fjölbreytt vöruframboð og reynsla af samþættingu sem nýtist viðskiptavinum okkar vel.

Þjónustusími okkar er 440 9944


Hvernig getum við aðstoðað?

Hjá Advania starfar stór hópur sérfræðinga í tengslum við ráðgjöf og þjónustu á Microsoft Dynamics NAV. Um er að ræða reynslumikinn hóp með mikla þekkingu sem nýtist vel við ráðgjöf og þjónustu til kröfuharðra viðskiptavina okkar.

Okkar viðfangsefni eru innleiðingar, ráðgjöf, verkefnastýring, þjónustuheimsóknir, móttaka þjónustusímtala og þjónustubeiðna sem dæmi.

Markmið Advania er að tryggja að viðskiptavinurinn nýti sem allra best þá fjárfestingu sem liggur í viðskiptakerfi hans og að öll vinna við kerfið verði sem þægilegust og árangursríkust. Einnig veitum við liðsinni við ýmsar aðlaganir kerfisins að þörfum viðskiptavina okkar.


                       

NAV 2016

Þann 5. október 2015 gaf Microsoft út nýja útgáfu af viðskiptahugbúnaðinum Dynamics NAV. Í útgáfunni eru margir nýir eiginleikar en þar má meðal annars nefna nýtt app fyrir síma, staðlaðar tengingar við viðskiptagreindarforrit sem og betri tengingar við þjónustur á borð við Microsoft Azure, Microsoft Dynamics CRM og Office 365. Nánari upplýsingar um nýjungar í NAV 2016.

 

NAV 2015

Þann 1. október 2014 kom út ný útgáfa af Microsoft Dynamics NAV. Þessi útgáfa inniheldur ýmsar nýjungar og betrumbætur á eldri virkni í NAV 2013 og NAV 2013 R2. Helsta nýjungin í NAV 2015 er nýr spjaldtölvubiðlari sem ætlað er að leysa þarfir þeirra notenda sem eru mikið á ferðinni en þurfa jafnframt gott aðgengi að NAV. Nánari upplýsingar um nýjungar í NAV 2015.

 

NAV 2013

Þann 1. maí 2013 kom út á Íslandi nýjast útgáfan af Microsoft Dynamics NAV en hún kom fyrst á markaðinn í október 2012. Microsoft Dynamics NAV 2013 byggir á sömu tækni og var kynnt í Microsoft Dynamics NAV 2009 en býr þessi nýja útgáfa yfir nýjum eiginleikum og uppfærslum sem gefur enn betri stjórnun og eykur yfirsýn á afkomu fyrirtækisins. Margar skemmtilegar nýjungar litu þar dagsins ljós eins og aukinn hraði, samþætting við Microsoft Office, endurbætt víddarmeðhöndlun, eigið sjóðsstreymi og Vefbiðlari sem gerir alla fjarvinnslu mjög auðvelda. Nánari upplýsingar um nýjungar í NAV 2013.

 

NAV 2009

Það var í  Microsoft Dynamics 2009 þar sem kynnt var fyrst hið nýja  tækniskipulag, þ.e. hinn Hlutverkamiðaða biðlara eða  RoleTailored Client. Þessi nýji biðlari einfaldaði allan aðgang fyrir notandann að þeim hlutum kerfisins sem hans þarfnaðist til daglegra nota við vinnu sína í NAV heldur einnig er hann samþættur við aðrar Microsoft vörur og tækni eins og Outlook og Internet Explorer. 

Eftir að NAV 2009 kom út hafa þegar komið tvær þjónustu uppfærslur en  þessi útgáfa er einning þekkt undir nafninu 6.0.

 

NAV Eldri útgáfur

Það er orðið langur listinn af útgáfum og mismunandi heiti í gegnum tíðina.  Algengast á Íslandi eru útgáfurnar frá 3.70 og uppí 5.0 en þessar útgáfur eru nú ekki lengur þjónustaðar af Microsoft þar sem þeir þjónusta alltaf bara tvær nýjustu útgáfurnar. Ef þú vilt kynna þér hvaða breytingar og viðbætur hafa verið að koma á  milli útgáfa er gott að fara inná þessa vefsíðu hjá Microsoft og skoða samanburðinn

 

Þjónusta við NAV sérlausnir

Hjá Advania er rekin öflugt þjónustu og ráðgjafateymi sem þekkir vel til allra NAV sérlausna Advania. Það skiptir ekki máli hvort viðskiptavinir séu með þjónustu- eða uppfærslusamning allir fá þjónustu en misjafnt er hvort þjónustan sé gjaldfærð eða ekki. Þjónustudeildin er opin frá 8-17 alla virka daga.

Líftími og stuðningur við útgáfur

Þar sem NAV sérlausnir Advania eru miðaðar við tilteknar útgáfur af NAV,  þá munu þær fylgja líftíma Microsoft Dynamics NAV.  Jafnframt er stuðningur við þær sá sami og er hjá Microsoft þ.e. stutt er við síðustu tvær útgáfur hverju sinni.   Sé virkur uppfærslusamningur til staðar þá á viðskiptavinurinn afnotarétt af nýjustu útgáfu hvers sérkerfis í Nav leyfinu sínu, en þarf ávallt að greiða fyrir sérbreytingar og/eða gagnaflutninga. 

Þekkingargrunnur, kennsla, FAQs og Sjálfsnám

Á heimasíðu Advania www.advania.is/nav er hægt að fá aðgang að yfirgripsmiklum þekkingargrunni sem kallaður er Þjónustuvefur.  Til að fá aðgang að honum er nauðsynlegt að hafa virkan þjónustusamning. Ef viðskiptavinur er hinsvegar með uppfærslusamning þá opnast aðgangur að stórum gagnagrunni Microsoft sem nefnist Microsoft Customer Source en þar er hægt að ná í mikið magn af efni vegna sjálfsnáms, námskeiða ofl.  Vinsamlegast hafðu samband við þjónustudeild Advania til að aðstoða þig við að fá aðgang.

Þjónustu- og Ráðgjafadeild Advania

Vinsamlegast hafið samband við starfsmenn NAV Þjónustu og ráðgjafadeildar á hvern þann máta sem þér hentar:

Tölvupóstur: nav@advania.is eða vl-sala@advania.is

Sími: 440-9944 beint í þjónustudeild eða 440-9000 beint í söludeild VL

Ef upp kemur ágreiningur er varðar þjónustu þá vinsamlegast hafið samband við Sigurður Eggert Gunnarsson, Forstöðumann NAV hugbúnaðar, sigurdur.eggert.gunnarsson@advania.is  sími: 440-9045.

Vegvísir - Roadmap

Þróun á NAV Sérlausnum Advania munu fylgja vegvísi Microsoft Dynamics NAV og mun því ávallt vera hægt að uppfæra lausnina í samræmi við nýjustu útgáfu Microsoft Dynamics NAV.

 


Customer support for Dynamics NAV add-ons

At Advania is a powerful service and consultant team that knows every angle of the Dynamics NAV add-ons from Advania. It does not matter if our customers have a service support agreement or enhancement agreement, we assist them all but it varies if the service is charged or not.

The customer support department is open from 8.00 – 17.00 on work days.

LiveCycle and support

Advania add-ons are designed for certain releases of Dynamics NAV and there for they will follow their roadmap. The support will be the same as it is with Microsoft, which is for the last two releases.  If a customer has an enhancement agreement, he has the right to have the newest release each time but he will be charged for the installation and configuration, modification and data transfer.

Knowledge, training and FAQs

Everyone with a valid service agreement, can get a access to the the Advania Dynamics NAV support website (http://advania.is/hugbunadur-og-lausnir/vidskiptalausnir/microsoft-dynamics-nav/thjonustubeidni/ ).  From this website our customers will get access to manuals, step-by-step instructions etc. Please contact the Dynamics NAV service department at Advania to get username and password.

Service and Consultant department at Advania

To contact the department you have various ways:

• Email: nav@advania.is or vl-sala@advania.is

• Tel.: 440-9944 direct phone number or 440-9000 direct to VL sales

In case of an disagreement the please contact Mr. Sigurður Eggert Gunnarsson, manager Dynamics NAV sigurdur.eggert.gunnarsson@advania.is or by phone +354 440 9045.

Roadmap

The development of the Advania add-ons will follow the roadmap for Microsoft Dynamics NAV and all upgrades will include Microsoft's new features for our customers to install.

Ummæli
Starfsfólk LS Retail er mikið erlendis vegna vinnu sinnar og hefur NAV Ferðauppgjör einfaldað gífurlega allt utanumhald og uppgjör til þeirra vegna útlags kostnaðar í hinum ýmsu myntum.
  • Björk Garðarsdóttir, skrifstofustjóri
  • LS Retail ehf.