NAV Laun

Kerfið hentar jafnt minni sem stærri fyrirtækjum. NAV laun er í stöðugri þróun með tilliti til óska viðskiptavina. Auðvelt er að gera leiðréttingar á launakeyrslu sem eru í vinnslu og einstaklega þægilegt  er að ferðast í kerfinu út frá vinnuborðum.

NAV Launakerfið heldur utan um almennar upplýsingar um launþegann, laun, launatengd gjöld, orlof, kröfur og starfsaldur ásamt fleiru. Mögulegt er að tengja kerfið við önnur kerfi í Microsoft Dynamics NAV og líka við þau tímaskráningakerfi sem eru á markaði í dag.
 

Helstu kostir NAV Launa

  • Auðvelt og þægilegt í notkun
  • Aðgangsstýringar takmarkaðar
  • Orlofsútreikningur auðveldur
  • Margbreytilegar skýrslur og gögn
  • Öll rafræn skil til staðar ásamt því að mynda pdf skilagreinar
  • Bein bókun í fjárhag

                                      

Ummæli
Við höfum notað NAV launakerfi í yfir 10 á. Þróunarvinna Advania hefur mætt þörfum fyrirtækisins fullkomlega ásamt liðlegri þjónustu starfsfólks.
  • Þórður M. Kjartansson, skrifstofustjóri
  • Fiskmarkaður Suðurlands

Launþegi

Launþegaspjaldið hefur að geyma ítarlegar og jafnfram almennar upplýsingar um starfsmenn fyrirtækis. Þar eru upplýsingar um t.d.  kjarasamninga, lífeyrissjóði og stéttarfélög. Auk þess er hægt að skrá upplýsingar um reynslu og hæfni viðkomandi starfsmanns.

 

Hægt er að búa til sniðmát sem flýtir fyrir þegar búa þarf til launþega sem fylgja vissum fyrirfram skilgreindum forsendu. Launþegi getur verið í fleiri en einu starfi. Sveigjanleiki með útreikninga og framsetningu á skatti. Þægilegt er að gera breytingar á kjarasamningum, hvort sem er eftir % hækkunum eða upphæðum. Launaseðlar geta verið á öllum tungumálum.

Orlof & skýrslur

Heldur vel utan um orlofstíma starfsmanna. Sýnir hversu margar orlofsstundir starfsmaður á inni og hve margar stundir hann hefur tekið út. Orlofsskuldbinding fyrirtækisins getur bókast beint inn í fjárhag.

Auk allra almennra skýrslna býður kerfið  upp á að setja saman skýrslur fyrir hvern og einn í gegnum skema. Með því fæst aukinn rekjanleiki á öllum hreyfingum. 

Tenging kerfishluta

Auðvelt að stofna viðskiptamenn og lánardrottna út frá launakerfinu. Tengja vöruúttektir og fyrirfram greidd laun við viðskiptamanna- og lánardrottnabókhaldið.  Bein tenging við NAV tímaskráningu og NAV verkbókhald.  Auðvelt er að aðlaga innlestur á öðrum tímaskráningarkerfum inn í NAV laun.

Útborgun

Við vinnslu á launum og skilagreinum er unnið út frá svo kölluðum vinnuborðum.  Vinnuborð fyrir launavinnslu heitir Útborgun og út frá þeirri valmynd er hægt að fara í vinnuborð fyrir Skilagreinar.

Út frá vinnuborðum er hægt að ferðast um í kerfinu, t.d. er hægt að fara beint á starfsmann út frá útborgun og gera þaðan viðbætur og leiðréttingar ef þess þarf.

 

Skilagreinar

Í vinnuborði fyrir skilagreinar er hægt að afmarka sig eftir til dæmis útborgunum, tímabilum og stöðu á skilagreinum.  Þaðan er hægt að senda allar skilagreinar rafrænt, í skrár og einnig er hægt að mynda pdf skjöl og sendast skilagreinarnar þá þaðan beint með í tölvupósti.