Oracle viðskiptalausnir

Samhæfð viðskiptalausn

Oracle kerfið er viðskiptahugbúnaður sem býður samhæfða heildarlausn fyrir fyrirtæki og stofnanir. Kerfið keyrir á Oracle gagnagrunni og samanstendur af rúmlega 60 kerfishlutum þar á meðal öflugu mannauðskerfi, fjárhagsbókhaldi, verkbókhaldi, innkaupakerfi og eignastýringarkerfi. Advania er viðurkenndur samstarfsaðili Oracle, Oracle Gold Partner.

Helstu kostir

  • Stenst kröfur atvinnulífsins um áreiðanleika og hnökralausan rekstur
  • Ræður við mikið álag og flókna ferla
  • Hentar vel íslenskum aðstæðum
  • Samhæfni við önnur kerfi og sveigjanleiki er mikill

Mannauðskerfi Oracle samanstendur af fjölbreyttum einingum þar sem stjórna má upplýsingum um mannauð fyrirtækisins eða stofnunarinnar á hagkvæman og árangursríkan hátt. Einingarnar tengjast hver annarri og mynda sterkt heildarmannauðskerfi en geta einnig staðið einar og sér.

  • Discoverer
  • Obiee
  • SharePoint BI
Advania skólinn býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í Oracle viðskiptalausnum. Viðskiptavinir geta valið á milli staðlaðra námskeiða og sérhannaðrar þjálfunar og lausna sem henta þörfum hvers og eins.

Vantar þig þjónustuheimsókn eða sérsniðið námskeið? Hafðu samband í síma 440 9000 eða sendu tölvupóst á kennsla@advania.is