• Færa bókhaldið sjálfur eða kaupa aðstoð?
  Allir sem byrja með fyrirtæki komast mjög hratt á þann tímapunkt að þurfa að taka þessa ákvörðun, það eru kostir og gallar við hvoru tveggja. Hvað þú átt að velja fer algerlega eftir því hvernig þinn rekstur er. Lítil fyrirtæki sem þurfa reikningagerð og eru með einfalt bókhald ættu að geta fært sitt bókhald sjálfir. Fái maður bara smá aðstoð við að komast í gang og smá aðstoð við ársuppgjörið, er þetta öflugur máti að skipuleggja bókhaldið hjá sér.
 • Verð ég að kunna að færa bókhald til að geta notað TOK?
  Bókhaldskerfi geta aldrei gert allt, enda þarft þú að geta fært inn fylgiskjöl. Ákveðin grunnþekking er því nauðsynleg. Ráðgjafar okkar geta aðstoðað við kennslu á kerfin.
 • Hvað kostar að fletta upp í þjóðskrá og skeytamiðlara?

  Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá

  Uppfletting í þjóðskrá kostar 15 kr. pr. skeyti án vsk.

  Uppfletting í fyrirtækjaskrá kostar 15 kr. pr. skeyti án vsk.

  Skeytamiðlari

  Skeytagjald er 30 kr. pr. skeyti án vsk.

   

 • Er hægt að vera með fleiri en einn notanda í TOK í einu?
  Já, þú kaupir einfaldlega leyfi fyrir fleiri notendur. Hámark 3 notendur og 7 lesaðganga.
 • Hvað kostar að vista skjöl í TOK

  Ekki er greitt fyrir fyrstu 100 mb í skjalavistun í TOK en eftir það er greitt skv. meðfylgjandi töflu.

  Magn (Mb) Mánaðarverð   m/vsk
  100 0,- kr.
  100-1000 395,- kr.
  1001-2500 695,- kr.
  2501-5000 995,- kr.
  5000-10000 1.395,- kr.
  >10000 Sérverð

 • Hvaða heimildir hafa notendur sem eru stofnaðir í upphafi í TOK?
  Þeir notendur sem eru stofnaðir í upphafi hafa fullar heimildir í allar kerfiseiningarnar í TOK-inu, þ.m.t. launakerfið. TOK býður upp á aðgangsstýringar sem stýra aðgangi notenda að ákveðnum kerfiseiningum. Starfsmenn Advania veita aðstoð við þessa vinnu ef þörf krefur gegn gjaldi. 
 • Hvað kostar TOK?

  Allar upplýsingar um verð má nálgast undir Áskriftarleiðir.

 • Hvað geri ég ef ég lendi í vandræðum?
  Þjónustudeild okkar er ætíð tilbúin að liðsinna þér ef þú lendir í einhverjum vandræðum. Hægt er að hafa samband við okkur í síma, með faxi eða tölvupósti með fyrirspurnir um allt frá því hvernig setja á TOK upp yfir í hvernig kerfin virka.
 • Uppsetning á Windows biðlara
  Mælt er með því að notendur séu með uppfærða vafra þegar Windows biðlari er settur upp á tölvu. Ef notaður er annar vafri en Internet Explorer við uppsetningu gætu komið upp villur. Þar af leiðandi er mælt með notkun á Internet Explorer í þeim tilvikum.
 • Eru gögnin mín afrituð?
  Einu sinni á dag eru öll gögn afrituð og þau geymd í 90 daga. Hins vegar er það á ábyrgð viðskiptavinar að taka reglulega afrit af gögnum og geyma skv. kröfum um varðveislu bókhaldsgagna.
 • Hvernig læri ég á TOK?
  Inni í kerfinu eru innbyggðir hjálparhappar sem gera notendum kleift að sækja sér upplýsingar og leiðbeiningar þar sem þeir eru staddir í kerfinu hverju sinni. Þessi möguleiki kemur sér mjög vel þegar fólk er að nota kerfið. Einnig bjóðum við upp á námskeið í notkun kerfanna.
 • Kerfiskröfur TOK

  Til þess að geta sett upp og keyrt Windows biðilinn þarf tölva að uppfylla eftirfarandi kröfur af hálfu Microsoft.

  • Windows 8.1 Professional eða Enterprise útgáfur (32-bita eða 64-bita útgáfur)
  • Windows 8 Professional eða Enterprise útgáfur (32-bita eða 64-bita útgáfur)
  • Windows 7 Service Pack 1 Professional, Enterprise eða Ultimate (32-bita eða 64-bita útgáfur)
  • 30 mb geymslugpláss á hörðum diski
  • 1GB vinnsluminni
  • Á útstöðinni þarf að vera Microsoft .NET 4.5.2
  • Á útstöðinni þarf að vera Microsoft Report Viewer 2014 til að geta keyrt skýrslur.

   

 • Hver er munurinn að nota TOK í forriti og í vafra?

  TOK er sett upp á tölvu með Windows hugbúnaði líkt og um hvern annan hugbúnað er að ræða. Hugbúnaðurinn er keyrður upp með hefðbundnum hætti.

  Hægt er að nota vefútgáfu af TOK. Vefútgáfuna er hægt að nálgast með því að slá inn vefslóð í vafra og skrá sig inn með sama notendanafni og lykilorði og í Windows biðlara.

 • Er hægt að tengja afgreiðslukassa við TOK ?
  Já, hægt er að tengja LS One afgreiðslukassahugbúnaðinn við TOK. Jafnframt getur Adania einnig skaffað tilheyrandi kassavélbúnað og jaðartæki. Sendu okkur fyrirspurn á toksala@advania.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar um lausnina og verðtilboð.
 • Uppsagnarfrestur

  Uppsagnarfrestur á áskrift eru 4 mánuðir og hefst uppsagnarfrestur við mánaðamótin eftir að uppsögn berst. Uppsögn skal vera skrifleg og berast með sannanlegum hætti.


 

Hafðu samband

Ef þú finnur ekki svörin við spurningum þínum hér fyrir ofan, hafðu þá samband við okkur.