Við kaup á TOK

Með nýrri uppsetningu af TOK fylgir gríðarlega öflug vefhjálp TOK sem kalla má fram með því einu að ýta á F1 á lyklaborðinu.

Við mælum alltaf með því að notendur komi til okkar á námskeið en þau eru haldin reglulega á vegum Advania skólans. Nánari upplýsingar um komandi námskeið má finna á vefsíðum Advania skólans.

Þessu til viðbótar mælum við einnig með að viðskiptavinir taki þjónustusamninga.

 

Innifalið í þjónustusamning

Með því að vera á þjónustusamning tryggja viðskiptavinir sér ákveðin kjör og aðgang að ítarefni og leiðbeiningum um notkun kerfisins.

Með þjónustusamning fá viðskiptavinir eftirfarandi:

  • Símtöl í TOK þjónustuver á opnunartíma*
  • 15% afsláttur af gildandi gjaldskrá
  • 30% afsláttur af námskeiðum
  • Aðgangur að kennslumyndböndum
  • Eitt frítt námskeið á ári (fyrir einn notanda)
  • Aðgangur að stuttum kennslustundum (webinar) á netinu
  • Fréttabréf.

*Kennsla á TOK í gegnum þjónustuverið er ekki innfalin í þjónustusamningi.


Hvað kostar þjónustusamningur?

Þjónustusamningur er reiknaður út frá hverjum áskriftarpakka sem og fjölda notanda og lesaðganga hjá hverjum viðskiptavini.

TOK bókhald

Notandi: 2.000,- kr. án vsk
Lesaðgangur: 1.250,- kr. án vsk.

TOK bókhald með launakerfi

Notandi: 2.500,- kr. án vsk.
Lesaðgangur: 1.250,- kr. án vsk.

Dæmi: Reiknum upphæð á þjónustusamning fyrir viðskiptavin sem er með TOK bókhald með launakerfi, einn notanda og fjóra lesaðganga.

1 x 2.500 + 4 x 1.250 = 7.500,- kr. án vsk. pr. mánuð.

Hafa samband

Hefurðu áhuga á að fá þjónustusamning? Við pöntun á TOK er hægt að óska eftir þjónustusamningi. Ef þú ert með áskrift fyrir er einnig hægt að senda okkur fyrirspurn á toksala@advania.is.