Advania Mobile

Advania Mobile er fjarsölu- og boðsölulausn fyrir sölumenn sem gerir þeim kleift að flýta og auka öryggi gagnaskráningar og um leið veita viðskiptavinum meiri og betri þjónustu. Lausnin er sniðin að íslenskum aðstæðum, en byggt er á áratuga samstarfi við kröfuharða viðskiptavini í vörudreifingu.

Kerfið byggir á nettum en öflugum handtölvum sem sölumenn nota við starf sitt. Þannig má segja að sölumaðurinn sé ávallt við skrifborðið. Notkun þessarar lausnar tryggir skilvirkara söluferli. Sölumenn eyða ekki dýrmætum tíma í að fylla út pappíra heldur skrá pantanir o.fl. beint inn í handtölvukerfið.

Handtölvurnar eru uppfærðar á 10-15 mínútna fresti með upplýsingum um söluleið dagsins, þ.e. nákvæmum upplýsingum um viðskiptamenn, skilaboð til þeirra ef þarf og afsláttarkjör. Auk þess er birgðaskráin uppfærð með nýjustu tölum. Sölumaður getur því tekið niður pantanir öruggur um að allar tölur og upplýsingar í handtölvunni séu þær nýjustu. Hann getur einnig skráð rýrnun, séð hreyfingar og tekið á móti skilavöru og gert verðkönnun. Þessir möguleikar eru bara brot af getu kerfisins.

Kostir og eiginleikar

  • Sölumenn tengdir við viðskiptakerfi úti á mörkinni og hafa aðgang að helstu upplýsingum um viðskiptamenn og vörur
  • Skráning sölupantanna fljótlega og örugg, en hægt er að styðjast við strikamerki, textaleit, auk þess sem hægt er að skoða og afrita eldri pantanir
  • Tvískráning heyrir sögunni til, en pantanir skrást eingöngu í handtölvuna og fara síðan sjálfvirkt inn í viðskiptakerfið
  • Ferð sölumannsins eru skipulögð fyrirfram í leiðarskipulagi innan viðskiptakerfisins, en með því móti er tryggt að allir viðskiptamenn eru heimsóttir með reglulegu millibili
  • Kerfið vinnur á þeim samskiptastaðli sem er fyrir hendi, t.d. 3G, GSM/GPRS eða þráðlausu staðarneti
  • Stöðluð vefþjónustusamskipti eru notuð við flutning á gögnum til og frá handtölvanna
  • SQL gagnagrunnur í handtölvunni skilar leitarniðurstöðum hratt og örugglega
  • Kerfið er ekki háð símsambandi, þar sem öll nauðsynleg gögn eru geymd í handtölvunni
  • Kerfið er skrifað í .NET og er í stöðugri þróun


Notkun Advania Mobile tryggir skilvirkara söluferli, þar sem sölumenn eyða ekki dýrmætum tíma í að fylla út pappíra, en allar pantarnir eru skráðar beint inn í Advania Mobile. Sölupantanir eru sendar yfir í viðskiptakerfið með reglulegu millibili yfir GPRS eða 3G samskipti, þannig að sölupöntun er komin í úrvinnslu þótt að sölumaðurinn sé enn á ferðinni.

Advania Mobile sendir ekki eingöngu sölupantanir yfir í viðskiptakerfið heldur eru upplýsingar um breytingar í birgðastöðu eða á viðskiptamönnum einnig uppfærðar með reglulegu millibili. Sölumaðurinn getur því verið öruggur um að varan sé til á lager.

Í viðskiptakerfinu Dynamics AX er söluleið dagsins skipulögð í stjórnendahluta kerfisins, en hægt er að stilla af hvern notanda, t.d. leiðaskipulag, heimild til að breyta afsláttum og verðum, o.fl. Sölumaður hefur frelsi til að bæta við og breyta leiðaskipulaginu, en hann getur flett upp viðskiptamönnum í gegnum viðskiptamannaskrá.