Vöruhúsakerfið OWAS

OWAS er öflugt og þrautreynt vöruhúsakerfi fyrir Dynamics AX

Kerfið samanstendur af Dynamics AX kerfiseiningu og handtölvuviðmóti, sem er beintengt við Dynamics AX, þannig öllum viðeigandi gögnum er breytt í rauntíma í viðskiptakerfinu. Þannig er tryggt að Dynamics AX endurspegli ávallt rétta birgðastöðu, þannig að starfsfólk á skrifstofunni og starfsfólk í vöruhúsinu hafa sömu mynd af stöðu mála.

Handtölvurnar eru tengdar við Dynamics AX í gegnum þráðlaust staðarnet í vöruhúsinu, en öll gögn eru geymd í Dynamics AX gagnagrunninum. Kerfið vinnur mjög náið með stöðluðum Dynamics AX einingum og verður kerfið því hluti af þeim ferlum sem til staðar eru, t.d. innkaupaferli, tollafgreiðslu, framleiðslu, o.s.frv.

Kostir og eiginleikar

 • Markvissari vinnubrögð við alla vörumeðhöndlun
 • Betri nýting rýmis
 • Nákvæmari afhendingar
 • Minna pappírsflóð
 • Minni rýrnun í vöruhúsi
 • Hraðari afgreiðsla
 • Nákvæmar upplýsingar um staðsetningu allra vörueininga
 • Fullkominn stuðningur við FIFO og best fyrir
 • Lægri þjálfunarkostnaður
 • Gögn eru uppfærð í rauntíma á milli OWAS og annarra eininga Dynamics AX
 • Stöðluð Dynamics AX virkni notuð
 • Viðhalda þarf einu kerfi í stað tveggja, en engin samþætting gagna þarf að eiga sér stað

Kerfið styður alla helstu verkferla í vöruhúsum:

 • Tínslu og pökkun fyrir sölupantanir
 • Vörumóttaka og frágangur í vöruhús
 • Tínslu og vörumóttöku fyrir framleiðsluferli
 • Flutningur milli vöruhúsa
 • Talningar í vöruhúsi
 • Áfyllingar

Kerfið hefur verið í notkun innanlands og erlendis í meira en áratug og útfærð hafa verið ferli til að koma til móts við sérþarfir viðskiptavinarins, sem hægt er að nýta sér eftir því sem við á.

Hérna eru dæmi um aðra , sem útfærð hafa verið í gegnum árin:

 • Flýtitalning – einfölduð talning til að tryggja rétta stöðu í hólfum
 • Pökkunarferli – nauðsynlegt verkferli ef mikið er um sendingar út á land eða útfyrir landsteinana, en vörur eru skannaðar ofan í kassa og innihaldslýsing er prentuð út
 • Tenging við geymsluturna – OWAS sendir innlagnar- og úttektarbeiðnir á geymsluturna við vörumóttöku eða vörutiltekt
 • Móttökuferli kreditpantana – eingöngu söluhæfar vörur mótteknar og kreditfærðar á viðskiptavin, en aðrar vörur eru rýrðar
 • Sjálfvirkt lotustýring – FIFO virkni fyrir vörur án best fyrir dagsetninga
Í nýjustu útgáfum af OWAS hefur bókunarþjónustan verið endurbætt til muna. Bókunarþjónustan hefur verið gerð miðlæg, auk þess sem eftirlit með bókunum fer fram. Til að mynda er tölvupóstur sendur á viðeigandi aðila ef bókunarþjónustan missir samband við Dynamics AX. 
Einnig er hægt að setja upp fleiri en eina bókunarþjónustur til að dreifa álagi og auka eftirlit. Með þessum endurbótum hefur rekstrarumhverfi lausnarinnar verið einfaldað, auk þess sem uppitími og öryggi hefur verið aukið svo um munar.
OWAS er Dynamics AX kerfiseining, en Dynamics AX er viðskiptakerfi frá Microsoft, sem er hannað fyrir meðalstór og stór fyrirtæki í fjölbreyttum rekstri. Helst eiginleikar Dynamics AX eru öflug birgðastýringarferli og framleiðsla, en OWAS styður vel við þau ferli með því að framlengja lykilferli Dynamics AX niður gólf vöruhússins og framleiðslunnar í gegnum þráðlaust staðarnet og handtölvur. Með OWAS næst fram betri nýting á ferlum Dynamics AX, sem leiðir af sér meiri hraða og nákvæmni í afgreiðslu í vöruhúsum.
Fjölbreyttar Dynamics AX skýrslur fylgja kerfinu sem gera stjórnanda vöruhússins kleift fylgjast með afköstum starfsfólks, áfyllingum, stöðu hólfa o.fl. Í nýjustu útgáfum kerfisins hafa Reporting Services skýrslur verið útfærðar, sem leyfa stjórnandanum að skoða ýmsar upplýsingar útfrá mismunandi þrepum, t.d. nýtingu hólfs útfrá vöruhúsum, svæðum, göngum o.s.frv. Einnig hafa verið útfærðir mælar fyrir stjórnendur, en markmiðið er að geta stillt upp góðu mælaborði fyrir stjórnandann.