Afritunarþjónusta

Björn Markús Þórsson
440 9265

Örugg afrit af gögnunum

Besta leiðin til að vernda mikilvæg gögn er að vera með vel útfært og skipulagt ferli um afritun gagna. 

Afritunarþjónusta Advania gerir endurheimt glataðra gagna einfalda, örugga og skjótvirka.

Við bjóðum fjölbreyttar leiðir til afritunar sem henta allt frá einstaklingum upp í stór fyrirtæki, hvort sem til stendur að taka afrit af ljósmyndum, persónulegum gögnum eða skjalasafni og sýndarvélaumhverfi alls fyrirtækisins. 

Netafritun

Afritunarþjónusta fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem þurfa að afrita meðalmikið af gögnum.
 • Einföld uppsetning
 • Sjálfvirk afritun gagna
 • Gögn eru dulkóðuð og afkóðuð á tölvu/miðlara notandans

Að kaupa þjónustu Netafritunar er einfalt. Sendu okkur línu og við göngum frá þessu. Engin skriffinnska, ekkert langtíma samkomulag, enginn binditími. Ekkert mál.

Þú velur þá leið sem hentar þér eða fyrirtæki þínu best, með tilliti til gagnamagns, kostnaðar, tíðni afritunar og mikilvægi gagna. Eftir að áskrift hefur verið stofnuð hefur notandi alltaf óhindraðan aðgang að sínum gögnum.

Advania rekur eitt öruggasta hýsingarumhverfi landsins, vottað með öryggisstaðlinum ISO-27001.

 • Prufaðu að setja upp prufuaðgang að netafritun: afritun.advania.is  
 • Athugið að einn mánuður er frír og takmörkun á gagnamagni er 500MB

Öryggi í gagnaveri Advania

Veeam CloudConnect er gagnageymsla í skýinu fyrir þá sem nota Veeam afritunarkerfið. Með Veeam CloudConnect getur þú geymt afrit af sýndarumhverfi þínu í gagnaveri Advania, en þangað eru gögnin flutt dulkóðuð og síðan geymd á öruggan máta. 

Helstu kostir:

 • Engin fjárfestingarkostnaður
 • Einföld leið til að hýsa afrit í öðrum kerfissal
Lausnin er einföld, hagkvæm og hraðvirk og viðskiptavinir hafa fullt vald á tíðni afritana.

Viltu prófa?

Við bjóðum þér 30 daga ókeypis prufuaðgang þar sem þú færð 100GB gagnapláss. Prufuaðgangi fylgir engin skuldbinding af þinni hálfu. Það er einfalt að setja upp aðgang að kerfinu. Þú einfaldlega skráir þig og kerfið er klárt til notkunar. 

Já, ég vil prófa


Hýsingarafritun er fyrir flóknari og stærri kerfi fyrirtækja í hýsingu hjá Advania

 • Afritunarferli í höndum sérfræðinga Advania
 • Skipulagðar prófanir á endurheimtum gagna
 • Að minnsta kosti tvö heildarafrit til á hverjum tímapunkti
 • Engar takmarkanir

Sérfræðingar Advania gera heildar afritunaráætlun fyrir fyrirtæki

 • Sérfræðingar leita eftir veikleikum í núverandi afritunarferli
 • Koma með tillögur að því hvernig best sé að bæta úr veikleikum
 • Gera áætlun fyrir afritatöku með tilliti til tíðni og geymslutíma afrita
 • Setja upp nýtt afritunarferli
 • Framkvæma prófanir á afritum
Ummæli
Að tapa gögnum er eitthvað sem enginn vill upplifa. Netafritun hefur reynst okkur mjög vel og engar áhyggjur að hafa hvað varðar gagnaöryggi.
 • Hugi Sævarsson, framkvæmdastjóri Birtingahússins