Hýsing

Ægir Rafn Magnússon
440 9010

Örugg hýsing í flóknu tækniumhverfi

Advania hefur þróað aðferðir sem taka á sex helstu atriðum öruggrar hýsingar og reksturs á upplýsingatæknikerfum. Sérfræðiþjónusta Advania er þróuð með flókið tækniumhverfi í huga sem tekur mið af fjölbreytilegum vél- og hugbúnaði. Advania hefur skipulagt, prófað og nýtt þessa þjónustu með þekktum tólum og tækjum frá öllum helstu hugbúnaðar- og vélbúnaðarframleiðendum heims ásamt því að þróa sérsniðnar lausnir fyrir viðskiptavini.

Sérfræðiþjónusta Advania tryggir

  • Hámarks rekstraröryggi og uppitíma tölvukerfa
  • Lægri rekstrarkostnað
  • Lágmarks bilanatíðni

Hýsingarþjónusta Advania veitir fyrirtækjum og stofnunum aðgang að SAN sem er sveigjanleg og örugg diskalausn. Með aðgengi að henni geta viðskiptavinir okkar einbeitt sér að rekstri fyrirtækisins á meðan við sjáum til þess að nægjanlegt diskapláss sé fyrir allar mikilvægar upplýsingar. Ræsa má miðlara beint upp af SAN stæðunni sem gefur möguleika á vaxtarhraða og öryggi í meðhöndlun gagna. Einnig eru auknir möguleikarí færslu á gögnum á milli miðlara og mismunandi hýsingarlausna.

Afköst

Afkastageta SAN diskastæðunnar er mikil. Hún er hönnuð fyrir mikið gagnaálag eins og fyrir vöruhús gagna eða þungar og fyrirferðamiklar gagnagrunns vinnslur.

Áreiðanleiki

Mörg lög af diskum tryggja 100% áreiðanleika og aðgengi að mikilvægum gögnum. Lágmarks RAID 5 er á aðaldiskastæðunni ásamt “hotspare” diskum, “phone-home” tryggingu bæði til Bandaríkjanna og Danmerkur auk þess sem Þjónustuver Advania vaktar stæðuna allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þá er aukið aðgengi að rafmagni með varaaflgjafa sem tryggir uppitíma í 90 mínútur frá straumrofi og diesel vararafstöðvar sem taka við og framleiða nægt rafmagn til að reka alla vélarsali Advania.

Stækkunarmöguleiki

Fyrirtæki þitt getur aukið diskanotkun dag frá degi. Að stækka t.d. frá 100GB upp í 50TB er gert með einni einfaldri aðgerð. Með búnað frá leiðandi framleiðendum á þessu sviði, DELL og sérfræðingum Advania getum við vaxið hratt um leið og fyrirtækið þitt vex án niðritíma og vandræða.

Vel útfært og skipulagt afritunarferli er besta leiðin til að vernda mikilvæg gögn fyrirtækja, gegn innbroti í tölvukerfi, vírusum og öðrum þeim hættum sem steðja að.

Afritun og varðveisla mikilvægra gagna

Advania bíður fullkomna þjónustu afritunar og endurheimtingu af gögnunum þínum með því að nýta öfluga samsetningu á búnaði Advania, þróað afritunarferli og öguðum vinnubrögðum.

Þarfagreining

Hvert einasta verkefni er einstakt. Þess vegna þurfa sérfræðingar okkar að skoða hvert verkefni sérstaklega til að uppfylla sem best afritunarþörf hvers fyrirtækis eða stofnunar. Eftir slíka greiningu liggja fyrir þeir þættir sem þarf að huga að við afritunina, hvernig best er að standa að uppsetningu afritunarferlisins, því gagnamagni sem skal afrita, geymslutíma gagnanna, o.s.frv.

Áætlun

Við framkvæmum alla afritunartöku á okkar eigin búnaði og á háhraðaneti Advania. Þannig eru settar upp áætlanir fyrir heildarafrit og breytingaafrit. Ef þörf er fyrir breytingu á þessu er hægt að auka á tíðni afrita yfir ákveðin tímabil.

Áreiðanleikaprófun

Prófanir á áreiðanleika afritunarinnar eru framkvæmdar reglulega. Þessi aðgerð er nauðsynleg og er í raun ekki valkostur þegar fyrirtæki nýta sér afritunarþjónustu Advania. Prófanirnar tryggja að afritun hafi tekist sem skyldi og að gögnin séu þar með örygg. Ef einhver merki eru um bilun í afriti er afritunin endurtekin samstundis. Við notum stærstu afritunarlausnir á markaðnum til að tryggja miðlæga stjórnun á afritunarferlum hundruða viðskiptavina okkar.

Hýsingarvalkostir

Geymsla á afrituðum gögnum er annað hvort á spólum eða á diskum eða hvoru tveggja. Ef gögn eru vistuð á spólum þá eru þær geymdar í öruggu hólfi utan Advania.

Endurheimtur

Sérfræðingar okkar endurheimta afrit af gögnum ef um gagnatap er að ræða. Þessi þjónustu nær til fullrar endurheimtu afrita á öllum gögnum viðskiptavinar.

Rekstrarþjónusta Advania

Advania býður alhliða rekstraþjónustu á kerfum sem eru ætluð fyrir raunumhverfi meðalstórra og stórra fyrirtækja.

Eldveggur Advania

Við stýrum og rekum einn af öflugri eldveggjum á Íslandi. Þessi þjónusta innifelur einnig aðgang að beinum, svissum, SSL, eldveggjum og VPN tengingum.

Rekstur á vélbúnaði

Við eru stöðugt á vakt yfir ástandi vélbúnaðar viðskiptavina okkar til þess að greina og bregðast við truflunum eða mögulegum bilunum á búnaðinum. Þetta kemur í veg fyrir óskipulagðan niðritíma og tryggir þannig hágmarks uppitíma og afköst.

Rekstur á hugbúnaði

Við sjáum einnig um rekstur stýrikerfis á vélbúnaði og annan hugbúnað sem lítur að rekstri á stýrikerfum. Þetta er m.a. rýmdaráætlanir, sem og prófanir og innkeyrsla á öryggis"pötsum", öryggisuppfærslum, nýjum útgáfum og endurbætum. Með því að fylgjast náið með skráningum (loggum) og öðrum mælum getum við brugðist við hugsanlegum vandamálum áður en þau koma upp, svo sem afköst miðlara, ónóg minnisþörf, álag á miðlara, diska notkun, o.þ.h. 

Rekstur lausna

Að auki rekum við ákveðnar hugbúnaðarlausnir í kerfisleigu svo sem Exchange, Navision og Oracle ásamt öllum þeim lausnum sem Advania hefur smíðað. Þjónustan felur einnig í sér afritun yfir net, gagnagrunns stjórnun og gagnaflutning.

Það getur verið mjög hamlandi fyrir vaxandi fyrirtæki ef búnaður er ekki til staðar til að taka við síbreytilegu eða auknu álagi. Advania hefur fjárfest í tækni og færni starfsmanna til þess að bregðast fljótt við auknum kröfum um leið og þær berast.
Advania býður hraða og hagkvæma þjónustu í vexti og skalanleika sem inniheldur m.a.:

Uppsetning frá A til Ö

Advania getur séð um hvert atriði í uppsetningu miðlaranna, allt frá kaupum á búnaði og annara íhluta, til uppsetningar kerfisins og prófana. Við eigum á lager nægilega mikið magn af vélbúnaði til að bregðast við bilunum og skipta út biluðum búnaði.

Uppsetningartrygging

Advania getur boðið fastan tímaramma í uppsetningum. Uppsetningartrygging þýðir að ef tímarammi stenst ekki greiðir viðskiptavinur ekki fyrir uppsetninguna (eða fær hana endurgreidda).

Rýmdaráætlanir

Advania vinnur náið með viðskiptavinum sínum í kröfustjórnun og áætlanagerð til þess að geta áætlað með meiri nákvæmni hverja vélbúnaðarþarfir verða á næstu misserum. Þannig er hægt að bregðast við áður en aukins búnaðar er þörf.

Vöktun og eftirlit

Advania notar mörg kerfi við vöktun og eftirlit á búnaði m.a. frá Microsoft, Nagios og HP Open View. Við fylgjumst með vélbúnaði, hugbúnaði, virkni kerfa og ástandi gagnagrunna og veitum sérfræðiráðgjöf til að bregðast rétt við eftir atvikum.

Ef ekki er fylgst náið með ástandi tölvukerfa geta verðmæt gögn tapast. Þetta getur gerst þegar diskar fyllast, töflur í gagnagrunnum fyllast, öryggislekar, minnislekar eða villur koma upp sem finnast ekki strax. Vöktun og eftirlit hjá Advania veitir þér yfirgripsmikla sýn á ástand kerfisins og gefur þér kost á að fylgjast grannt með ástandi hýsingarlausnarinnar.

Network Layer

Við fylgjumst með öllum beinum og svissum til að tryggja fullkomið öryggi í vélarsalnum. Við fylgjumst líka með öllu netinu hjá þér, bandbreiddarmálum og höfum heildarsýn á Internettengingunni þinni.

Vélarsalur

Sérfræðingar Advania fylgjast reglulega með ástandi allra diskaturna, miðlaraskápa, varaaflgjafa, öryggiskerfa og stuðningskerfa, s.s. myndavéla-, brunavarna- og þjófavarnakerfa. Sjálfvirk eftirlitskerfi fylgjast einnig með en um leið er mönnuð stjórnstöð með vakandi auga yfir öllum mælum og grípur til aðgerða ef á þarf að halda.

Hugbúnaður og gagnagrunnar

Við notum nákvæm kerfi til að fylgjast með viðfangi og gagnagrunnum. Við notum svo þessar mælingar til að bæta afköst, aðgengi og diskaafköst. 

Ferli og þjónusta

Viðskiptavinir okkar treysta á okkur til að mæla marga ólíka þætti er lúta að rekstri í umhverfi upplýsingatækninnar. Sérsniðið vöktunarferli er auðvelt að setja upp sem mætir þörfum hvers og eins enda eru allir innviðir til staðar svo sem fólk, kerfi og ferli.

Öryggisbrestir í neti fyrirtækja kosta árlega hundruðir milljóna á heimsvísu. Advania hefur á að skipa mjög öflugum búnaði og tæknifólki sem sér um að vernda netið og hýsingarumhverfið hjá Advania fyrir árásum hakkara og vírusa. 

Innviðir

Örugg hýsing hefst í vélarsalnum og ytra öryggi hans s.s. lásar, aðgangsstýring og myndeftirlitskerfi. Eldvarnir, reykskynjarar, öruggt og stöðugt rafmagn, auðskiptanlegir miðlarar (hot swap) og beinar eru til staðar ef bilar. Einungis þeir starfsmenn sem uppfylla viðurkenndar öryggiskröfur sinna þessum störfum.

Netið

Advania er með 100% Cisco knúið net sem byggir á beinum, skv. stöðlum Cisco, til að tryggja hágmarks öryggi. Meðal þess sem Advania notar er sérstakt innrásarkerfi sem veitir sérstaka eftirtekt ef árás er gerð.

Eldveggir

Eldveggir eru í daglegum rekstri sérfræðinga sem hafa áralanga reynslu í rekstri netkerfa. Netkerfið er sett upp sem sérstakt IP net. Vélbúnaður viðskiptavina er settur upp á svokölluðu sýndarneti (VLAN).

Vélbúnaður

Öll kerfi eru sett upp með stöðluðum hætt og í samræmi við gæðahandbók og vinnureglur Advania. Vinnureglum er fylgt út í ystu æsar og eru þær teknar út með reglulegu millibili til að sannreyna hvort farið hafi verið eftir öllum settum reglum um uppsetningu búnaðar. Alltaf eru til varabirgðir af miðlurum og diskum til að bregðast við bilunum eða aukinni þörf.

Öryggisfærslur

Advania uppfærir reglulega öryggisaðgang starfsmanna til að auka enn á öryggi búnaðar viðskiptavina. Starfsmenn Advania hafa mismikinn aðgang að hýsingarumhverfi okkar en þar að auki beitum við stýrikerfislæsingum, miðlægu aðgangsstýringarkerfi og breytingarskráningum á kerfum í rekstri til að hámarka öryggi. Við fylgjumst með öllum ógnunum í ytra og innra umhverfi til að hágmarka öryggi búnaðar.

Öryggisúttektir

Sérstakar öryggisúttektir fara reglulega fram til að finna veika punkta í uppsetningu og rekstri miðlara. Við fylgjumst stöðugt með eldveggjum, SSL svissum og öðrum innri tækjum. Þá er alltaf séð til þess að mannað sé allan sólarhringinn alla daga ársins.

Gráður og próf

Til að tryggja hágmarks öryggi og fagleg vinnubrögð hafa okkar helstu sérfræðinga hlotið Cisco viðurkenningar s.s. Cisco Certified Security Professional, Certified Information System Security Professional og aðrar vottanir fyrir störf sín.