Afhverju Kerfisleiga?

Kerfisleiga gerir fyrirtækjum kleift að ná niður kostnaði og auka hagkvæmni við notkun og rekstur upplýsingatækniMarkmið Kerfisleigu eru að:

  • Lækka upplýsingatæknikostnað viðskiptavina okkar.
  • Bæta öryggi og uppitíma upplýsingatæknikerfa þíns fyrirtækis.
  • Veita þér framúrskarandi þjónustu.
Kerfisleiga veitir aðgang að fullkomnu, miðlægu upplýsingakerfi í öruggu umhverfi. Kerfisleiga sparar fyrirtækjum að fjárfesta í dýrum búnaði sem sífellt þarfnast endurnýjunar og viðhalds. Með kerfisleigu fá viðskiptavinir aðgang að eigin vinnuumhverfi (desktop), gögnum og hugbúnaði gegnum öruggt umhverfi, sem er hýst og vaktað á miðlægum búnaði allan sólarhringinn. Kerfisleiga Advania býður fastar mánaðargreiðslur.

Fyrirtæki þurfa hvorki að leggja út í viðamiklar fjárfestingar í vélbúnaði í upphafi né fjárfrekan rekstur á honum í eigin umhverfi í kjölfarið. Mögulegt er að reka nær allan Windows hugbúnað hjá kerfisleigu Advania. Þar má telja Microsoft Office og nær allar tegundir fjárhags- og mannauðskerfa.

Advania hefur áratuga reynslu af kerfisleigu og uppfyllir ströngustu kröfur atvinnulífsins um hagkvæmni, afköst, áreiðanleika, þjónustu og öryggi.

Okkar markmið er að lækka kostnað við rekstur upplýsingakerfa en jafnframt tryggja aukið öryggi og gæði.  Það getum við gert með stærðarhagkvæmni í kerfissölum okkar, öguðum vinnubrögðum og áralangri reynslu.

Viðskiptavinir okkar greiða fast mánaðargjald fyrir heildarrekstur upplýsingatækniumhverfis þeirra.  Við reiknum dæmið gjarnan með þér og erum þess fullviss að við það að koma í Kerfisleigu lækka fyrirtæki kostnað sinn um að minnsta kosti 20%.  Í kaupbæti fá viðskiptavinir meiri uppitíma, aukið öryggi og frábæra þjónustu.

Í Kerfisleigu Advania fá fyrirtæki aðgang að öruggu upplýsingatækniumhverfi sem hefur margsannað sig hjá fjölda viðskiptavina Advania í yfir 10 ár. Það er okkar að viðhalda þekkingu, tryggja lágan rekstrarkostnað og uppitíma.  Á meðan geta viðskiptavinir okkar einbeitt sér að því sem þeir eru bestir í.

Mjög auðvelt er að bæta við notendum eða kerfum og í gegnum sjálfsafgreiðsluvef okkar tekur t.d. ekki nema sekúndur að setja upp nýjan starfsmann í fyrirtækið.

Allir viðskiptavinir fá eigin þjónustufulltrúa sem þeir geta leitað til.

 
Hvernig virkar Kerfisleiga Advania?

Grunnhugmyndin við Kerfisleigu er úthýsing á öllum miðlægum búnaði í kerfissölum Advania sem eru þeir allra fullkomnustu á Íslandi. Hvert fyrirtæki tengist Kerfisleigunni í gegnum nettenginu og fær þá aðgang að þeirri þjónustu sem um var samið.  Þannig getur Advania rekið eitt stórt umhverfi á mun lægra verði og með mun meira öryggi en ef fyrirtæki reka marga minni kerfissali. 

Mjög auðvelt er að stofna, eyða og breyta notendum og getur skilgreindur umsjónarmaður í hverju fyrirtæki fyrir sig gert það í gegnum sjálfsafgreiðsluviðmót.

Notendur fá aðgang að þjónustuveri Advania sem er opið allan sólarhringinn, allan ársins hring.