Innleiðing og notendaþjónusta

Sveinn Júlían Sveinsson
440 9051

Innleiðing og notendaþjónusta

Til að hámarka ávinning af Office 356 býður Advania þér ráðgjöf og aðstoð við innleiðingu. Advania er með 5 Microsoft gullvottanir og 12 silfurvottanir. Hjá Advania starfa um 90 vottaðir Microsoft sérfræðingar.

Ráðgjöf við að velja áskriftarleið

Advania veitir ráðgjöf varðandi hvaða áskriftarleiðir eða hugbúnað er best að nýta.

Yfirfærsla og aðgangur gagna

  • Tölvupóstur - færa þarf póst, upplýsingar um tengiliði og dagbókarupplýsingar yfir í Exchange Online
  • Sharepoint síður settar upp, skjöl flutt þangað, þau merkt með lýsigögnum og gerð aðgengileg starfsmönnum með réttum hætti
  • Hægt er að séraðlaga útlit, virkni, viðmót og stillingar í Sharepoint Online

Yfirferð yfir notendur

Farið er yfir notendagrunn fyrirtækisins (e. Active Directory) og tryggt að hann sé réttur. Því næst eru áskriftarleiðir pantaðar og notendur fá réttan aðgang.

Notendaumsjón

Advania getur séð um notendaumsjón fyrir þau fyrirtæki sem nýta sér Office 365. 
Þjónustan er veitt af Þjónustuveri Advania sem opið er allan sólarhringinn, allt árið um kring.
Bæta við notendum, breyta notendum, henda út notendum
Halda utan um áskriftarleiðir, t.d. breyta áskriftarleiðum fyrir notendur
  

Uppsetning á hugbúnaði 

Lync Online forritið sett upp á vélum notenda og samhæfður við Sharepoint og Exchange
Uppsetning og dreifing á forritum sem tilheyra Office Professional Plus eins og til dæmis Word, Excel, Outlook, Powerpoint, One Note o.fl.