Örugg og traust símalausn

Karl Jóhann Gunnarsson
440 9152

Örugg og traust símalausn

Símalausn Advania er hýst miðlæg lausn þar sem sameinast háhraða Internet tenging og sími sem sparar símalínugjöld inn í fyrirtæki. Símkerfið einfaldar samskipti milli fyrirtækisins og viðskiptavina, er sveigjanlegt í uppsetningu og auðvelt að breyta.

Helstu kostir:

 • Símstöðin er hýst í öruggu rekstrarumhverfi hjá Advania
 • Hýsing takmarkar áhrif skaða t.d. vegna bruna, innbrota eða vatnstjóns
 • Ekki þarf að kaupa símstöð, leigður er aðgangur að Símalausn Advania
 • Útlandasímtölin eru ódýrari í gegnum útlandagátt Advania        
 • Símalausn getur stækkað eða minnkað með fyrirtækinu
Ummæli viðskiptavinar
Við völdum Símalausn Advania vegna þess hve mikla breidd fyrirtækið hefur upp á að bjóða í þjónustu og ráðgjöf. Við höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum með þá þjónustu sem við höfum fengið hjá starfsfólki Advania, en hún hefur einkennst af viðbragðsflýti og þjónustulund. Sveigjanleiki Símalausnarinnar hentar okkar dreifðu starfsemi mjög vel, þar sem að lausnin vex eða minnkar í takt við umsvif okkar hverju sinni.
 • Sigmundur Arnar Arnórsson, kerfisfræðingur hjá Vinnumálastofnun

Símkerfið notar sömu tengingar og internetið

 • Allar auka símalínur eru óþarfar
 • Sama tenging og Internet tenging fyrirtækisins
 • Stærð tengingar ræðst af fjölda notenda kerfisins

Símkerfið er í öruggum höndum hjá Advania 

Símkerfið er hýst og rekið í umhverfi sem er vaktað og þjónustað 24/7/365. 
Umhverfið er meðal annars búið: varaafli, tvöföldum nettengingum og tvöfaldri netmiðju.
Tvö símkerfi eru keyrð samhliða til að tryggja 99% uppitíma.

Þjónustuver kerfisins

Þjónustuver gefur alltaf rétta mynd af biðtíma og svörun fyrirtækja. Hægt er að setja ákveðinn hóp starfsmanna í þjónustuver og taka síðan út ýtarlegar skýrslur sem sýna svörun og bið eftir tíma og dagsetningu.

Auðvelt að tengja alla gsm síma inn á kerfið

Hægt er að nota GSM síma sem þráðlausa innanhússsíma óháð staðsetningu. Notuð er sérstök GSM gátt við símstöðina til að hringja landlínu úr GSM og er þannig hægt að velja ódýrasta kostinn þegar hringt er úr GSM.

Advania útvegar símtæki af öllum stærðum og gerðum til leigu eða kaups

Eftirfarandi búnaður er í boði:
 • Einföld símtæki
 • Fullkomin þjónustuborðs símtæki 
 • Þráðlaus tæki; höfuðtól