Skýjalausnir

Helgi Hinriksson
440 9363

Heildarlausnir í skýinu

Ný kynslóð upplýsingatækni er að breyta öllu og áður en langt um líður má reikna með að mikill meirihluti fyrirtækja og opinberra aðila nýti sér skýjalausnir til að bæta reksturinn, öðlist meiri sveigjanleika og hámarki verðmætasköpun.

Advania er leiðandi aðili í skýjalausnum á Íslandi og hefur gæði og öryggi í fyrirrúmi. Til marks um það var Advania valið meðal 20 fyrstu samstarfs-aðila Microsoft í heiminum til að setja upp þeirra nýjustu skýjalausn.


Helstu kostir 

 • Hagkvæmni - þú greiðir aðeins fyrir það sem þú notar
 • Sveigjanleiki - hægt að stækka/minnka umhverfið hratt og örugglega, allt eftir þörfum
 • Öryggi - geymsla og afritun gagna tryggð með einföldum hætti
 • Sparnaður - ekki þörf á fjárfestingu í dýrum búnaði
 • Gæði - hámarks uppitími og rekstrarsamfella
 • Þjónusta - stuttur viðbragðstími og skjót úrlausn mála
 • Heildstæð nálgun - Advania sinnir öllum þínum upplýsingatækniþörfum af kostgæfni

Ummæli
Advania er stærsti samstarfsaðili Microsoft á Íslandi og samstarfsaðili ársins í Svíþjóð. Sú stefna félagsins að vera í fararbroddi er varðar skýjaþjónustur Microsoft eru frábærar fréttir og markar ákveðin þáttaskil. Advania hefur enn og aftur sýnt fram á ákveðið forystuhlutverk í samstarfi sínu við Microsoft sem ég er mjög ánægður með.
 • Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri
 • Microsoft á Íslandi

Sérstaða Advania skýjalausna

Skýjalausnir í áskrift byggt á Office 365 (CSP program) 
 • Hagstætt verð og mánaðarlegir reikningar (engir aukareikningar frá þriðja aðila)
 • Advania leysir allar IT þarfir viðskiptavina
 • Öruggt og sveigjanlegt í takt við þarfir viðskiptavina hverju sinni 
 • Office 365, Windows Azure, Microsoft Dynamics (NAV, AX, CRM), Intune, o.fl.
Hagkvæm skýjalausn sniðin að þörfum þeirra sem hafa tæknilega þekkingu
 • Notendavænt viðmót sem hentar sérstaklega vel fyrir „DevOps“
 • Notast við endurnýjanlega orku í rekstri innviða
 • Hentar bæði sprotafyrirtækjum sem stærri aðilum
Skýjaumhverfi í innlendri hýsingu (Cloud OS - hybrid cloud)
 • Advania tengir Azure skýið beint við gagnaver Advania á Íslandi
 • Vottað umhverfi af sérfræðiteymi á vegum Microsoft
 • Kostir skýsins nýttir í bland við hýsingarlausnir og innlenda afritun gagna
 • Advania leysir allar IT þarfir viðskiptavina 
 • Hentar vel stærri fyrirtækjum og opinberum stofnunum sem vilja hámarka gæði, öryggi og sveigjanleika í upplýsingatækni með hagkvæmum hætti