Advania Business Cloud

Helgi Hinriksson
440 9363

Advania Business Cloud er öflugt tölvuumhverfi í áskrift

Advania Business Cloud hentar jafnt fyrir þá sem þurfa auka tölvuafl í nokkra klukkutíma eða vilja innleiða öflugt tölvukerfi til langframa.

Ótakmarkaðir möguleikar 

Advania Business Cloud er safn lausna og þjónusta sem fyrirtæki geta nýtt í heild sinni eða bætt við núverandi tölvuumhverfi sitt. Þar er til dæmis grunnur sem hugbúnaður getur keyrt á og umhverfi til að reka sýndarvélar í. Fá má afnot af Windows Server og netþjónum sem eru virkjaðir nær samstundis og áskrift er virkjuð.  

Sveigjanleiki og öryggi í rekstri tölvukerfa

Advania Business Cloud er aðgengilegt gegn áskriftargjaldi. Stækka má eða minnka umfang tölvuumhverfisins einfaldlega með því að draga til sleða í vefvimóti. Við hjá Advania ábyrgjumst 99,95% uppitíma á Advania Business Cloud.

Ummæli
Advania er stærsti samstarfsaðili Microsoft á Íslandi og samstarfsaðili ársins í Svíþjóð. Sú stefna félagsins að vera í fararbroddi er varðar skýjaþjónustur Microsoft eru frábærar fréttir og markar ákveðin þáttaskil. Advania hefur enn og aftur sýnt fram á ákveðið forystuhlutverk í samstarfi sínu við Microsoft sem ég er mjög ánægður með.
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri
  • Microsoft á Íslandi