• Ég er þegar með nýjustu útgáfurnar af Office, Exchange, Sharepoint og hýsi þennan hugbúnað sjálf/ur - á ég að samt að skoða Office 365?
  Fjölmargir kostir fylgja því að nota Office 365. Þú greiðir aðeins fyrir þann hugbúnað sem reksturinn þinn þarf og það er alltaf tryggt að þú ert með nýjustu útgáfu af þeim hugbúnaði sem er innifalinn í Office 365 áskriftarleiðinni þinni. Hafðu samband við okkur með því að senda okkur póst.
 • Er hægt að nota Office 365 með Apple tölvum
  Já, það er hægt að nota Office 365 á Apple tölvum. Notendur geta sett upp Office 365 hugbúnað á allt að fimm tölvur.
 • Get ég sjálf/ur sinnt notendaumsjón og stjórnun á Office 365 hugbúnaði sem ég er með?

  Einstaklingar hafa aðgang að vefviðmóti þar sem má sjá upplýsingar um áskrift sem og hversu oft og á hvaða vélar hugbúnaður hefur verið sóttur.

  Kerfisstjórar fyrirtækja fá aðgang að stjórnborði þar sem sýslað er með notendur og áskriftarleiðir.  

 • Getur Microsoft tryggt að gögn séu aðeins hýst á Evrópska Efnahagssvæðinu?
  Gögn íslenskra fyrirtækja eru hýst í gagnaverum innan Evrópska Efnahagssvæðisins, nánar tiltekið á Írlandi og í Hollandi.
 • Hver er ábyrgðaraðili fyrir þjónustuna
  Viðskiptavinir eru með hugbúnaðinn í Office 365 í áskrift hjá Microsoft sem ábyrgist virkni hans.

  Viðskiptavinur stofnar til viðskiptasambands við Advania þar sem Advania tryggir viðskipti viðskiptavinar við Microsoft. Advania þjónustar viðskiptavin með fyrstu og annars stigs mál og leitar til Microsoft ef um flóknari mál er að ræða.
 • Get ég notað Office 365 á léni fyrirtækisins?

  Hluti af uppsetningu á fyrirtæki í skýinu er að auðkenna / sýna fram á að lén viðskiptavinar sé í þeirra eigu. Það er þó valkvæmt því að þau fyrirtæki sem eru stofnuð fá úthlutað lén frá Microsoft, dæmi: NAFNFYRIRTÆKIS.ONMICROSOFT.COM
 • Hvaða kröfur eru gerðar til stýrikerfa og vafra
  Office 365 virkar með flestum tegundum nýrri vafra og stýrikerfa (Windows og Mac Os). Sjá nánar á vef Microsoft
 • Hvaða kostnaður fylgir því að hýsa gögn erlendis?
  Þessi kostnaður ræðst af því gagnamagni sem fyrirtækið nýtir á hverjum tíma ásamt fjölda notenda og stærð skjala sem unnið er með. Það er þó val fyrirtækja að ákveða hvort þau fari með gögn í skýið eða ekki. Dæmi eru um að fyrirtæki kaupi sér Office 365 áskrift einvörðungu til að sækja Office hugbúnaðinn niður á útstöðvar og vista skrár á gamla mátann.
 • Hvað er innifalið í Office pakkanum?
  Office pakkinn inniheldur eftirfarandi hugbúnað frá Microsoft: Excel, Publisher, OneNote, Outlook, PowerPoint og Word.
 • Hver er kostnaður við mismunandi áskriftarleiðir
 • Getur fyrirtækið mitt fengið áskrift að einstökum forritum sem fylgja Office 365?
  Já hægt er að gerast áskrifandi að einstökum hugbúnaði frá Microsoft eins og Skype for Business, Sharepoint Online og Exchange Online. Ekki er hægt að fá t.d. staka áskrift að Word eða Excel þar sem sá hugbúnaður er í einum heildarpakka, t.d. í Office Professional Plus pakkanum.

 • Hvaða innleiðingarvinnu þarf að fara í ef ég vil hagnýta Office 365
  Umfang innleiðingingarvinnu vegna Office 365 veltur á því hvaða hugbúnaður er þegar í notkun og hvaða Office 365 hugbúnað á að innleiða. Skilgreina þarf aðgang notenda að hugbúnaði og gögnum. Síðan þarf að panta aðganga fyrir notendur, stofna þá inn, færa gögn yfir á tölvuskýið hjá Microsoft, setja upp hugbúnað á útstöðvar og sannreyna að allir hafi þann aðgang að hugbúnaði og gögnum sem þeir þurfa.
 • Hvaða skilmálar gilda af hálfu Advania vegna Office 365?
 • Hvernig er öryggismálum háttað í Office 365?
 • Hvaða þjónustuloforð hefur Microsoft fyrir Office 365?
 • Hvaða þjónustu veitir Advania í tengslum við Office 365
  Advania getur veitt fjölþætta þjónustu við þá sem hagnýta Office 365. Við veitum ráðgjöf við val á áskriftarleiðum, aðstoðum við innleiðingu og sinnum notendaaðstoð í gegnum þjónustuver okkar sem er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins, allt árið um kring.
 • Hvers vegna er gjaldfært fyrir Office 365 í evrum?

  Þegar fyrirtæki fara í Office 365 áskrift er það Microsoft sem veitir þjónustuna og gjaldfærir fyrir áskriftina.

  Verðið sem keypt er á í evrum gildir út samningstímann (eitt ár í senn)

 • Hvernig virkar prufuáskrift að Office 365
  Prufutíminn á Office 365 (e. Trial) stendur yfir í 30 daga. Eftir það þarf að ákveða hvort viðkomandi fyrirtæki vilji greiða fyrir áskrift.
 • Hverjir geta nýtt sér Office 365?
  Stór og smá fyrirtæki, félagasamtök, einyrkjar, skólar og ríkisstofnanir geta nýtt Office 365.