Rekstrarþjónusta | Öruggur tölvurrekstur

Ægir Rafn Magnússon
440 9010

Tryggðu öruggan tölvurekstur með þjónustusamningi

Advania býður þjónustusamninga fyrir bæði útstöðvar og miðlæg tölvukerfi. Þjónustan tryggir þínum rekstri skýran og mælanlegan ávinning. Láttu sérfræðinga okkar gera kerfisgreiningu á þínu tölvukerfi  án skuldbindinga og fáðu stöðumat og tillögur til úrbóta.

Helstu kostir:

 • Aukið öryggi í rekstri og betri afköst
 • Aðstoð við notendur allan sólarhringinn, 24/7
 • Kerfisgreining í byrjun án skuldbindinga: stöðumat og tillögur að úrbótum
 • Þekktur kostnaður við rekstur tölvukerfis
 • Eitt öflugasta upplýsingatæknifyrirtæki Norðurlandana sér um tölvumálin fyrir þig
 • Samskipti og þekking skjöluð og varðveitt með verkbeiðnakerfi og þekkingarbrunn

 

Þjónustusamningar Advania í hnotskurn

Í upphafi er gerð kerfisgreining sem er óháð sérfræðimat á stöðu tölvumála hjá fyrirtæki þínu. Kerfisgreiningin er framkvæmd án endurgjalds og án skuldbindinga. Á grundvelli hennar eru gerður samningur um þjónustustig sem tryggir þínum rekstri m.a. eftirfarandi þjónustuþætti: 

 • Aðgengi að sérfræðiþekkingu og aðstoð, alla daga ársins, allt árið um kring
 • Notendaaðstoð
 • Samskipti og þekking skjöluð og varðveitt, beiðnir skráðar
 • Skýrt afmarkað þjónustustig
 • Þekktur kostnaður við daglegan rekstur
 • Viðbragð samkvæmt fyrirfram skilgreindu verklagi og forgangi
 • Eftirlit með öryggismálum

Tryggðu rekstraröryggi og uppitíma

 • Reglubundið eftirlit. Advania býður upp á reglubundið eftirlit á kerfum og hugbúnaði sem eru lífsnauðsynleg fyrir þinn rekstur t.d. netþjónum, netbúnaði, vírusvörnum, prentlausnum, afritun og varaaflgjöfum.
 • Vöktun kerfa. Hver fylgist með kerfunum þínum? Hvað gerist ef þau hætta að virka eins og þau eiga að gera? Advania býður upp á vöktun á mikilvægum kerfum viðskiptavina til að hámarka uppitíma. Þjónustuborð okkar sem opið er allan sólarhringinn, allt árið um kring, sér um vöktunina með sérhæfðum hugbúnaði.
 • Varahlutir og viðbragð fyrir EMC gagnastæður. Tryggðu aukið öryggi í rekstri EMC gagnastæða með þjónustusamningi um aðgang að varahlutum og viðbragðsþjónustu sem veitt er af sérfræðingum Advania.