Vef- og póstþjónusta

Advania hefur heildarlausn í Internet tengingum og hýsingarþjónustu fyrir fyrirtæki þitt. Okkar markmið eru skýr þar sem tekið er mið af því að uppfylla strangar kröfur fyrirtækja í dag um góðan uppitíma, öryggi í samskiptum og góða þjónustu. Dæmi um Internettengingar til Advania eru ljósleiðarar, SHDSL, ADSL, Frame Relay, ATM o.fl. Advania er í samstarfi við Símann, Vodafone og Orkuveituna.
 

Hvað felst í Internetþjónustu Advania?

Viðskiptavinir Internetþjónustu, hafa aðgang að þjónustuborði Advania allan sólarhringinn alla daga ársins. Þjónustuborðið tryggir skjót og góð viðbrögð ef eitthvað fer úrskeiðis. Innifalið í þjónustuni er tenging bakvið eldvegg Advania sem minnkar hættu á óæskilegum tölvuinnbrotum á tölvukerfi viðskiptavina. Allir tölvupóstnotendur geta haft minni áhyggjur af vírusum þar sem innifalið í þjónustuni er vírusskönnun á öllum tölvupósti sem fer til og frá viðskiptavinum. Advania hýsir fjölmörg vefsetur fyrir fyrirtæki og stofnanir, mikil áhersla er lögð á reglulega afritunartöku og að tryggja góðan uppitíma pósts.