Gagnagrunnur

Gagnagrunnsaðgangur Vefsetra

Því meira sem fyrirtæki átta sig á mikilvægi þess að hafa í notkun öflugt vefsetur á Internetinu og kynna þar vörur og þjónustu þeim mun meiri þörf verður fyrir að stýra og geyma upplýsingarnar á vefnum. Geymsla upplýsinga í gagnagrunnum er mikilvægur þáttur í þeim efnum. Advania hefur ávallt haft það að leiðarljósi að hafa í rekstri flestar leiðandi tegundir gagnagrunna í heiminum.

Gagnagrunnsaðgangur sem í boði er í dag fyrir vefsetur fyrirtækja er m.a. Oracle, SQL, MySQL og DB2. Allir gagnagrunnar eru vaktaðir allan sólarhringinn hjá Advania með HP OpenView kerfi sem tryggir hámarks uppitíma.

Hafðu samband við Internetþjónustu til að fá nánari upplýsingar.