Lén og vefhýsing

Advania er einn stærsti hýsingaraðili fyrir .is lén hér á landi. Fyrirtæki hafa í auknum mæli lagt áherslu á markaðssetningu á Internetinu, stór hluti þeirrar markaðssetningar er að fyrirtæki visti heimasíðu sína á eigin léni www.fyrirtæki.is, starfsmenn hafi þannig tölvupóstföng á svæðisnetfangi fyrirtækisins starfsmaður@fyrirtæki.is.

Fyrirtæki geta valið úr hinum ýmsu svæðisnetföngum hvort sem þau hafa endinguna .is, .com, eða .net. Isnic hefur umsjón með úthlutun á íslenskum svæðisnetföngum (.is), en mögulegt er að fá lén með öðrum endingum t.d. á www.register.com. Advania aðstoðar viðskiptavini sína við að sækja um .is lén.

Hjá Advania er í boði ýmis þjónusta fyrir vefsetur svo sem aðgangur að öllum helstu gagnagrunnum svo sem Oracle, SQL eða MySQL.   Fyrirtæki sem vista heimasíður sínar hjá Advania geta treyst á góðan uppitíma, örugga afritun daglega og góðan hraða fyrir alla þá sem heimsækja síður þeirra. Viðskiptavinum stendur til boða aðgengi að mikilli þjónustu fyrir vefsetur svo sem öllum helstu gagnagrunnum,  veflyklum til dulkóðunar, vefposa, vefverslunum, ASP, PHP, PERL o.m.fl.

Fyrir markaðsstjóra fyrirtækja sem vilja fylgjast með umferð inn á vefsetur sitt býður Advania upp á aðgang að tölfræðiþjóni sem fylgist náið með hvenær og hvaðan gestir koma inn á vefsetur fyrirtækisins.

Hafðu samband við Internetþjónustu til að fá nánari upplýsingar.