Rafrænt skilríki á tölvupóstinn þinn

Öruggur tölvupóstur

Til að tryggja hámarksöryggi í tölvupóst samskiptum milli manna, fá notendur Internetþjónustu Advania rafræn skilríki til að taka á móti dulkóðuðum tölvupósti. Einnig er lykillinn staðfesting á uppruna tölvupóstsins. Þetta tryggir að senda má með öruggum hætti viðkvæmar upplýsingar í tölvupósti yfir Internetið.

Þegar tölvupóstur er sendur án rafræns skilríkis, er það álíka því og að senda opið póstkort í venjulegum pósti.  Auðvelt er að komast inn í sendinguna og lesa tölvupóstinn, eða jafnvel breyta innihaldi hans. Með því að nota rafrænt skilríki, hámarkar þú öryggið þitt á tölvupóstsamskiptum um Internetið. 

Þegar búið er að koma rafræna skilríkinu fyrir í tölvupóstforritinu þínu þá gegnir lykillinn sama hlutverki og handskrifuð undirskrift og innsiglað umslag. Þannig getur þú:

  • Undirskrifað tölvupóst og samninga á rafrænan hátt
  • Dulkóðað innihald tölvupósts og tryggt þannig að óviðkomandi komist ekki inn í sendinguna.
  • Notað rafræna skilríkið sem rafrænt persónuskilríki