Tölvupóstur

Tölvupóstur er orðinn einn af mikilvægari samskiptaháttum samtímans. Viðskiptavinir hafa greiðan aðgang að tölvupósti hvort sem er í gegnum póstforrit og snjalltæki með ActiveSync. Einnig er aðgangur að tölvupósti í gegnum vefpóst á slóðinni www.netpostur.is þar sem viðskiptavinir eiga kost á að nálgast tölvupóstinn sinn hvar sem er og hvenær sem er í gegnum Internetið. Viðskiptavinir tölvupóstþjónustu hjá Advania þurfa ekki að óttast um öryggi sitt þar sem allur tölvupóstur er vírusleitaður áður en hann berst til og frá notendum.


Pósthólfið býður upp á marga möguleika og helstu kostirnir eru:

Sjálfsafgreiðsla á stofnun notenda, stækkun gagnamagn og endursetningu lykilorða

  • Samþætting dagatala, fundaboð og skráning fundaherbergja
  • Tölvupósturinn fer beint í snjalltæki „ActiveSync“
  • Vírusvörn leitar eftir sýktum pósti og  reynir að koma í veg fyrir smit
  • Vefaðgangur tryggir að hægt sé að komast í póstinn hvar og hvenær sem er
  • Möguleiki á samþættingu við önnur kerfi svo sem Navision, Sharepoint, CRM o.fl.
  • 3 mánaða grunnafritun á tölvupósti er innifalin

Hafðu samband við Internetþjónustu til að fá nánari upplýsingar eða tilboð í aðgang að Internetþjónustu Advania.