Skjáhermar

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á QWS3270Plus skjá og prenthermir sem er viðurkenndur til samskipta við Reiknistofu bankanna. Þjónustuborð og sölumenn Advania veita alla aðstoð við að koma slíku sambandi á en Advania er eini aðilinn sem býður slíka tengingu.

QWS3270Plus skjáhermir er eins og annar hugbúnaður seldur til notkunar á einni vinnustöð. Ef þarf að setja hann upp á fleiri en einni vinnustöð þarf að kaupa fleiri leyfi. Sölumenn Advania veita upplýsingar um verð á einstökum skjáhermum og staðarnetsleyfum.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um QWS Skjáherma má nálgast í undirflokk hér til vinstri.