QWS Skjáhermar

Upplýsingar um QWS3270 Plus

QWS3270Plus er einn besti skjáhermirinn sem í boði er fyrir notendur stórtölvu Advania. Hann er léttur í keyrslu og gerir ekki miklar kröfur til vélbúnaðar. Það er einfalt að setja hann upp og hann má keyra aftur og aftur til að fá aðgang að fleiri skjásetum. Skjáhermirinn getur tekið fasta skjásetu (styður TN3270E samskiptastaðal) þegar óskað er sambands við Reiknistofu Bankanna en annars tekur hann næstu lausa setu. Þessar leiðbeiningar taka mið af QWS3270Plus útgáfu 3.4 sem er nýjasta útgáfan.

Örstuttar leiðbeiningar um nauðsynlegustu stillingar fyrir QWS3270Plus útg. 3.4

Þegar QWS er settur á vél þarf að athuga að samþykkja alla valkosti þar sem boðið er uppá viðbætur (sérstaklega “additional language files”). Einnig að fjarlægja allar eldri útgáfur af QWS sem finnast á vélinni. Eftir að innsetningu er lokið er forritið keyrt upp og farið í þá aukavalkosti sem eru sýndir hér fyrir neðan.

1. Undir Options-Application

2. Undir Options-Sessions

 3. Skilgreina þarf að íslenskan skili sér rétt undir Miscellaneous. Custom Language File er Iceland.lan.4. Síðan er best að loka forritinu og ræsa það aftur. Þegar QWS3270Plus er ræstur fæst næsta mynd og þar með er komið á samband við Advania.Ath ef nafnamiðlari er ekki til staðar getur þurft að nota annað hvort vistfangið 193.4.232.21 eða 157.157.252.21 í stað tn3270.skyrr.is. Einnig skal athuga að sumstaðar eru notaðar aðrar ip tölur og önnur port sem síðan er vísað í réttar tengingar til Advania. Í þeim tilfellum þarf þjónustuaðili Internets oftast að opna fyrir tengingu netsins á þessi vistföng.

Leiðbeiningar við uppsetningu prentforritsins QWS3287 Printer Application

1. Stillingar þar eru valdar undir Options-Session Options

Í LU Name þarf að setja nafn prentara sem nota skal. Advania úthlutar nöfnum prentara.

Aðrar stillingar skulu vera eins og á myndinni. Custom Language File er Iceland.lan.


2. Í flipanum Printer Settings eru valdar stillingar á prentara.3. Loks skal velja í Options-Startup Options-AutoConnect til að tryggja að tenging fari strax í gang þegar forritið er ræst.