Agile þjálfun og ráðgjöf

Baldur Kristjánsson
440 9000

Sérfræðingar með Certified Scrum Master vottun

Advania hefur á að skipa sérfræðingum með Certified Scrum Master vottun og mikla reynslu í hugbúnaðargerð og Agile/Scrum vinnuaðferðum. Boðið er upp á heildarlausn fyrir fyrirtæki sem vilja bæta sýnileika, sveigjanleika og afköst í hugbúnaðarverkefnum.

Almenn námskeið og þjálfun

Innleiðing á Agile-aðferðum hefst alltaf með þjálfun þátttakenda. Við bjóðum opin námskeið með grunnþjálfun fyrir nýja þátttakendur í Agile verkefnum. 

Sérsniðin námskeið

Við bjóðum einnig upp á sérsniðin námskeið fyrir verkefnis- og fyrirtækishópa. Við förum yfir hvernig aðstæður eru, tökum niður óskir um áherslur, efnistök, lengd og stærð hóps og höldum námskeiðið. Við bjóðum líka upp á vinnufundi í beinu framhaldi af slíkum námskeiðum þar sem farið er dýpra í hvernig aðferðafræðin getur nýst sem best í verkefnum hópsins.

Gangsetning

Fyrirtæki sem vilja innleiða bætt verklag með Agile aðferðum geta fengið aðstoð hjá ráðgjöfum okkar. Við stillum upp aðgerðaáætlun fyrir innleiðinguna, höldum sérsniðið námskeið og þjálfum þá sem eru í lykilhlutverkum sérstaklega, ásamt því að fylgja verkefnishópnum úr hlaði.

Samstarfsaðilar

Advania er meðlimur í Agile netinu og er í samstarfi við erlenda aðila vegna stærri viðburða svo sem Certified Scrum Master þjálfunar.