Hugbúnaðarþjónusta

Gísli Ragnar Ragnarsson
440 9361

Hugbúnaðargerð og ráðgjöf

Advania annast ýmiss konar þjónustu í tengslum við hugbúnaðargerð og ráðgjöf. Unnið er að þróun lausna í margbreytilegu tækniumhverfi allt eftir óskum og þörfum viðskiptavinanna.

Starfsmenn Advania annast ráðgjöf, nýsmíði, aðlögun, þróun og viðhald bæði stórra og lítilla upplýsingakerfa fyrir opinbera aðila og atvinnulífið. Boðið er upp á sérsmíðaðar og staðlaðar lausnir.


Sérsmíði

Sem dæmi um kerfi sem smíðuð hafa verið hjá Advania fyrir opinbera aðila má nefna Tekjubókhald ríkisins, Skattakerfi Ríkiskattstjóraembættisins, Skuldabréfa- og innheimtukerfi fyrir Fjársýslu ríkisins, Tollakerfi fyrir Ríkistollstjóra, atvinnuleysis- og bótakerfi fyrir Vinnumálastofnun, Skipaskrá og Lög- og réttindaskrá fyrir Siglingastofnun, Lögreglukerfi fyrir lögregluyfirvöld og Innu, upplýsingakerfi framhaldsskóla, fyrir Menntamálaráðuneytið. Auk verkefna fyrir stjórnsýsluna er unnið markvisst að því að fjölga fyrirtækjum og félögum í viðskiptamannahópnum.


Staðlaðar lausnir

Innan Advania færist í vöxt ýmiss konar þjónusta við staðlaðar lausnir. Þar má nefna BusinessObjects, sem er viðskiptagreindarhugbúnaður, skjalastjórnunarkerfið Erindreka, skólastjórnunarkerfið Puffin, vakta- og viðverukerfið VinnuStund, sjúkrakráarkerfið DIANA og viðskiptatengslakerfið Qoutare.

Fagleg vinnubrögð

Starfsmenn Advania hafa víðtæka þekkingu og reynslu í ýmsum forritunarmálum. Þar má nefna Powerbuilder, Delphi, VisualBasic, Java, ASP, C++ og .NET. Einnig hafa starfsmenn víðtæka þekkingu á öllum helstu gagnagrunnum s.s. Oracle, Informix, Adaba, MS-SQL og DB2.

Öll vinna fram samkvæmt vottuðum gæðavinnuferlum. Vottunin tekur til alls ferilsins það er þróunar, framleiðslu, uppsetningar og viðhalds hugbúnaðar. Öllum verkferlum er lýst í verklagsreglum og fara reglulega fram innri og ytri úttektir til að sannreyna að starfsemin sé í takt við verklagsreglurnar.