Launaþjónusta

Snorri Páll Jónsson
440 9424

Launaþjónusta Advania sparar mannskap og rekstrarkostnað

Launaþjónusta Advania hentar fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum. Launaþjónustan sparar fyrirtækjum og stofnunum peninga, eykur sveigjanleika í starfsemi og bætir stöðugleika og öryggi í rekstri.

Þjónustan snýst í stuttu máli um að viðskiptavinir útvista allri launatengdri starfsemi til Advania, sem rekur allan hug- og vélbúnað og sér um alla skráningu og viðhald launatengdra upplýsinga um starfsmenn.

Auk þess sér Advania um allar keyrslur og eftirávinnslur, til dæmis útsendingu skilagreina til stéttarfélaga, lífeyrisjóða og skattsins. Starfsmenn og stjórnendur viðskiptavina fá aðgang að sjálfsafgreiðslukerfi á vefnum til uppflettingu á skoðunar, til dæmis á launaseðlum.

Launaþjónusta Advania sér bókstaflega um allar þarfir atvinnulífsins á sviði launavinnslu. Við komum þér að kostnaðarlausu í heimsókn, gerum úttekt á launaþjónustu þinni og sendum svo tilboð um hæl. Við ábyrgjumst kostnaðarlækkun á samningstímabilinu og erum mjög sveigjanlegir í samningum.

Launaþjónusta innifelur

 • Stofnun nýrra starfsmanna
 • Afskrá (gera upp við) starfsmenn
 • Breytingar á starfsmönnum t.d. á bankareikningum, skattkortum, stöðugildum, launaflokkum og starfsheitum
 • Afturvirkar leiðréttingar í tengslum við breytingar á launaupplýsingum
 • Flutningur á milli deilda
 • Skráning á lífeyrissjóðum, t.d. séreignarsjóðum
 • Viðhald fastra launaforsendna, t.d. mánaðarlauna
 • Innlestur óreglubundins frádráttar, t.d. vegna mötuneytis
 • Viðhald kerfisskráa t.d. deildaskráa, starfsheitataflna, taxtataflna og launategunda
 • Afturvirkar leiðréttingar í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga
 • Umsjón með launakeyrslum
 • Afstemmingar og leiðréttingar í launakeyrslu
 • Kostnaðarkeyrslur og afstemmingar
 • Útprentun skilagreina til opinberra aðila, t.d. staðgreiðsla, gjöld utan staðgreiðslu
 • Útprentun skilagreina til stéttarfélaga og lífeyrissjóða
 • Sending rafrænna skilagreina til móttakenda þar sem það á við
 • Sending bankaskráa til banka, þar með talið innborgun á orlofi
 • Sending rafrænna upplýsinga til opinberra aðila í árslok
 • Starfsmenn og stjórnendur fá aðgang að upplýsingum, t.d. launaseðlum, gegnum vefviðmót