Advania skólinn

Hermann Jónsson
440 9996

Fjölbreytt námskeið

Advania skólinn býður upp á margvísleg námskeið og þjónustu, sem miðar að þjálfun og fræðslu fyrir notendur. Þjónusta sem þessi er ýmist veitt samkvæmt óskum viðskiptavina eða að frumkvæði Advania.

Viltu fá skólann í heimsókn?

Hægt er að fá kennara skólans eða ráðgjafa í heimsókn til notenda til aðstoðar og fræðslu í eigin vinnuumhverfi.

Einnig er boðið upp á að notendur komi í þjálfun í kennslustofu Advania þar sem þeir geta tengst eigin vinnuumhverfi gegnum vefinn og fengið leiðsögn við að stíga sín fyrstu skref í viðeigandi kerfum.


Markmið Advania skólans eru:

  • Að veita viðskiptavinum hagkvæma þjónustu í hæsta gæðaflokki.
  • Að þjónusta skólans sé í stöðugri þróun og taki mið af þeim breytingum sem verða á hugbúnaði.
  • Að vinna náið með viðskiptavinum að því að þróa þjónustu skólans, námskeið og námsefni.
  • Að Advania skólinn bjóði upp á námskeið sem henta reynslu og þekkingu notenda á öllum stigum.
  • Að þjónusta skólans hafi það að leiðarljósi að viðskiptavinir öðlist þekkingu á aðferðafræði hugbúnaðar og reynslu af notkun hans til að leysa raunveruleg viðfangsefni í starfi.
  • Að námskeiðin miði að því að veita ítarlega þekkingu á öllum helstu eiginleikum hugbúnaðar, ásamt því að veita innsýn í kosti sem nýttir eru til að leysa sérhæfð verkefni.