Advania skólinn

Sigrún Ósk Jakobsdóttir

Fjölbreytt námskeið

Advania skólinn býður upp á margvísleg námskeið og þjónustu, sem miðar að þjálfun og fræðslu fyrir notendur. Þjónusta sem þessi er ýmist veitt samkvæmt óskum viðskiptavina eða að frumkvæði Advania.

Viltu fá skólann í heimsókn?

Hægt er að fá kennara skólans eða ráðgjafa í heimsókn til notenda til aðstoðar og fræðslu í eigin vinnuumhverfi.

Einnig er boðið upp á að notendur komi í þjálfun í kennslustofu Advania þar sem þeir geta tengst eigin vinnuumhverfi gegnum vefinn og fengið leiðsögn við að stíga sín fyrstu skref í viðeigandi kerfum.