NAV og TOK

TOK – Sala, birgðir og innkaupareikningar

Verð: 24.800.- kr. með vsk.

Farið er í uppsetningu sölu- og birgðakerfis og notkun innkaupareikninga.

Nánari lýsing: Farið er í uppsetningu sölu- og birgðakerfis og notkun innkaupareikninga. Kynnt er stofnun viðskiptamanna, lánardrottna og birgða og gerð sölureikninga.

Tímalengd: 3 klst.
Útgáfa 2016

Dagsetning: 31.10.2016
Klukkan: 13:00-16:00

UpplýsingarSkrá mig

TOK - Verkbókhald

Verð: 24.800.- kr. með vsk.

Farið er yfir ferli verkbókhalds í réttri aðgerðaröð: stofnun verka og forða, verðlagningu, verkáætlanir, skráningu í verkbækur, reikningagerð, tengingu við aðra hluta kerfisins, s.s. innkaupakerfis ásamt notkun skýrslna í verkbókhaldi

Nánari lýsing
Farið er yfir ferli verkbókhalds í réttri aðgerðaröð: stofnun verka og forða,verðlagningu, verkáætlanir, skráningu í verkbækur, reikningagerð, tengingu við aðra hluta kerfisins, s.s. innkaupakerfis ásamt notkun skýrslna í verkbókhaldi.

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa yfirumsjón með verkbókhaldi fyrirtækisins. Einnig nýtist það verkefnisstjórum og þeim sem þurfa dýpri skilning á virkni verkbókhaldsins.

Tímalengd: 3 klst.
Útgáfa 2016

Dagsetning: 03.11.2016
Klukkan: 13:00-16:00

UpplýsingarSkrá mig

NAV – Fjárhagur II

Verð: 24.800.- kr. með vsk

Farið er ítarlega yfir fjárhagsskema og fjárhagsáætlanir, gjaldmiðla og gengisleiðréttingar.

Nánari lýsing:
Farið er ítarlega yfir fjárhagsskema og fjárhagsáætlanir, gjaldmiðla og gengisleiðréttingar. Námskeiðið nýtist vel stjórnendum og þeim sem þurfa að taka saman töluleg gögn úr rekstrinum. Markmið námskeiðsins er að gera nemendum kleift að nota fjárhagsskema sem greiningartæki á reksturinn og dýpka skilning þátttakenda á virkni þess.

Æskilegt er að nemendur hafi áður sótt námskeiðin: Grunnur og Fjárhagur I grunnur

Tímalengd: 3 klst.
Útgáfa 2016

Dagsetning: 08.11.2016
Klukkan: 09:00-12:00

UpplýsingarSkrá mig

NAV – Innkaup og birgðir

Verð: 24.800.- kr. með vsk.

Farið er í uppsetningu birgða- og innkaupakerfis og tengingu við önnur kerfi Microsoft Dynamics NAV, s.s. sölu- og fjárhagskerfi.

Nánari lýsing:
Farið er í uppsetningu birgða- og innkaupakerfis og tengingu við önnur kerfi Microsoft Dynamics NAV, s.s. sölu- og fjárhagskerfi. Einnig er farið í stofnun birgðanúmera og stýringar á flæði vörunnar í gegnum kerfið. Kostnaðarmyndun í kerfinu er útskýrð, ásamt notkun þeirra verkfæra sem Microsoft Dynamics NAV býður upp á við að halda utan um kostnaðarverð vöru. Mögulegar leiðir við bókun birgðavirðis í fjárhag útskýrðar. Farið í uppsetningu birgja, vörulista birgja og verðlista. Fjallað er um mögulegar leiðir við framkvæmd innkaupa í kerfinu, s.s. notkun innkaupatillagna, ítrekunarbóka og sérpantana. Farið er yfir notkun á skýrslum innkaupakerfisins. Námskeiðið er hugsað sem undirbúningur og þjálfun fyrir þá starfsmenn sem sjá um vöruinnkaup fyrir fyrirtæki og eru í nánum samskiptum við birgja og sem undirbúningur og þjálfun fyrir þá starfsmenn sem koma að stjórnunbirgðaflæðis fyrirtækja og/eða halda utan um ramlegðarútreikninga og verðmætamat birgða.

Tímalengd: 3 klst.
Útgáfa 2016

Dagsetning: 14.11.2016
Klukkan: 09:00-12:00

UpplýsingarSkrá mig

NAV / TOK - Grunnnámskeið

Verð: 19.800.- kr. með vsk.

Farið er í helstu grunnaðgerðir í kerfinu. Námskeiðið er sniðið fyrir þá sem eru að hefja vinnu í kerfinu.

Nánari lýsing:
Farið er í helstu grunnaðgerðir í NAV og TOK. Námskeiðið á að nýtast öllum notendum þó viðkomandi nota aðeins takmarkaðan hluta kerfisins. Farið er í valmyndir, afmarkanir og ítarlega í upplýsingaleit, raðanir og annað því tengt. Kynnt er stofnun viðskiptamanna, lánardrottna og birgða og gerð sölureikninga og notkun færslubókar. Einnig er notkun flýtihnappa kynnt svo þetta námskeið er góður grunnur fyrir byrjendur í kerfinu, en jafnframt góð viðbót fyrir þá sem unnið hafa við kerfið.

Tímalengd: 2 klst.
Útgáfa Dynamics NAV 2016

Dagsetning: 29.11.2016
Klukkan: 10:00-12:00

UpplýsingarSkrá mig

NAV / TOK Laun grunnur

Verð: 24.800.- kr. með vsk.

Farið er yfir þau atriði sem hafa áhrif á útreikning launa. Byrjað er á að skoða uppsetningu á launakerfinu og hvernig uppsetning á starfsmönnum, kjarasamningum o.fl. hefur áhrif á launaútreikninginn.

Nánari lýsing:
Farið er yfir þau atriði sem hafa áhrif á útreikning launa. Byrjað er á að skoða uppsetningu á launakerfinu og hvernig uppsetning á starfsmönnum, kjarasamningum o.fl. hefur áhrif á launaútreikninginn. Að því loknu er farið í gegnum útborganir, launakeyrslur og hvernig hægt er að nýta kerfið til að halda utan um skilagreinar og tengingu við viðskiptamannakerfi.

Þetta námskeið er fyrir starfsmenn sem sjá um launaútreikning.

Tímalengd: 3 klst.
Útgáfa Dynamics NAV 2016

Dagsetning: 13.12.2016
Klukkan: 09:00-12:00

UpplýsingarSkrá mig