NAV og TOK

NAV / TOK Laun grunnur

Verð: 24.800.- kr. með vsk.

Farið er yfir þau atriði sem hafa áhrif á útreikning launa. Byrjað er á að skoða uppsetningu á launakerfinu og hvernig uppsetning á starfsmönnum, kjarasamningum o.fl. hefur áhrif á launaútreikninginn.

Nánari lýsing:
Farið er yfir þau atriði sem hafa áhrif á útreikning launa. Byrjað er á að skoða uppsetningu á launakerfinu og hvernig uppsetning á starfsmönnum, kjarasamningum o.fl. hefur áhrif á launaútreikninginn. Að því loknu er farið í gegnum útborganir, launakeyrslur og hvernig hægt er að nýta kerfið til að halda utan um skilagreinar og tengingu við viðskiptamannakerfi.

Þetta námskeið er fyrir starfsmenn sem sjá um launaútreikning.

Tímalengd: 3 klst.
Útgáfa Dynamics NAV 2016

Dagsetning: 13.12.2016
Klukkan: 09:00-12:00

UpplýsingarSkrá mig

NAV / TOK - Grunnnámskeið

Verð: 19.800.- kr. með vsk.

Farið er í helstu grunnaðgerðir í kerfinu. Námskeiðið er sniðið fyrir þá sem eru að hefja vinnu í kerfinu.

Nánari lýsing:
Farið er í helstu grunnaðgerðir í NAV og TOK. Námskeiðið á að nýtast öllum notendum þó viðkomandi nota aðeins takmarkaðan hluta kerfisins. Farið er í valmyndir, afmarkanir og ítarlega í upplýsingaleit, raðanir og annað því tengt. Kynnt er stofnun viðskiptamanna, lánardrottna og birgða og gerð sölureikninga og notkun færslubókar. Einnig er notkun flýtihnappa kynnt svo þetta námskeið er góður grunnur fyrir byrjendur í kerfinu, en jafnframt góð viðbót fyrir þá sem unnið hafa við kerfið.

Tímalengd: 2 klst.
Útgáfa Dynamics NAV 2016

Dagsetning: 19.12.2016
Klukkan: 09:00-11:00

UpplýsingarSkrá mig

NAV / TOK – Fjárhagur I grunnur

Verð: 24.800.- kr. með vsk.

Farið er í helstu grunnaðgerðir í notkun fjárhagsbókhalds.

Nánari lýsing:
Farið er í helstu grunnaðgerðir í notkun fjárhagsbókhalds. Kennd er notkun færslubóka, jafnana, afstemminga og notkun útreikninga í færslulínum. Farið er yfir uppsetningu númeraraða og stofnunreikningslykla og þrepun þeirra. Farið er í færsluleit, afmarkanir og skýrslur.

Tímalengd: 3 klst.
Útgáfa Dynamics NAV 2016

Dagsetning: 20.12.2016
Klukkan: 09:00-12:00

UpplýsingarSkrá mig