Oracle þjónusta

Snorri Páll Jónsson
440 9424

Oracle þjónusta

Notendum Oracle viðskiptalausna stendur til boða fjölbreytt og hagkvæm þjónusta sérfræðinga Advania þar sem áhersla er lögð á gæði og sveigjanleika. Fyrirkomulag þjónustunnar er í stöðugri þróun og mun ætíð taka mið af þörfum og aðstæðum notenda á hverjum tíma.

Ráðgjafar

Ráðgjafar Advania hafa mikla reynslu og þekkingu á möguleikum Oracle viðskiptalausna. Mikil áhersla er lögð á að ráðgjafar fylgist vel með öllum nýjungum, bæði í Oracle viðskiptalausnum sem og á sínu faglega sérsviði. Í ráðgjafahópi Viðskiptalausna er meðal annars að finna ráðgjafa með þekkingu og reynslu á eftirtöldum sviðum:

  • Stjórnun og skipulagningu mannauðs
  • Launavinnslu og rekstri launa- og starfsmannakerfa
  • Greiningu, uppsetningu og rekstri mannauðskerfa
  • Bókhaldi, greiningarvinnu og uppgjöri
  • Greiningu, uppsetningu og rekstri fjárhagskerfa
  • Vörustýringu og innkaupaferlum
  • Innleiðingu, uppsetningu og rekstri verkbókhalds- og vörustýringarkerfa
  • Viðskiptagreind
  • Rafrænum ferlum
  • Skeytamiðlara

Viðbætur og þróun

Miklir möguleikar eru í boði varðandi aðlögun kerfa að mismunandi aðstæðum og hafa nú þegar verið þróaðar ýmsar sérlausnir og viðbætur sem eru samhæfðar Oracle og henta ólíkum þörfum og kröfum viðskiptavina. 

Launaþjónusta Advania sparar mannskap og tengdan rekstrarkostnað

Launaþjónusta Advania  sér um allar launavinnslur fyrir fyrirtæki. Í því fellst að það skráir allar launaupplýsingar og kemur launaupplýsingum á viðkomandi aðila. Vinnslur eru rafrænar og í bestu fáanlegu launavinnslukerfum sem til eru.