Verkefnastjórnun

Auðunn Stefánsson
440 9000

Advania hefur mikla reynslu af stjórnun verkefna í þróun og innleiðingu upplýsingakerfa. Stundum er um að ræða verkefni þar sem Advania hefur séð um undanfarandi greiningu og val búnaðar. Advania hefur marga reynda og hæfa verkefnisstjóra og verklagsreglur í gæðakerfi Advania styðja sérstaklega við verkefnisstjórnunarferlið. Fjölmargir verkefnisstjórar Advania hafa hlotið vottun frá Alþjóða verkefnisstjórnunarsambandinu IPMA (International Project Management Association).

Fyrirtæki eru sífellt að gera sér betur grein fyrir mikilvægi góðrar verkefnastjórnunar í verkefnum á sviði upplýsingamála þar sem fagleg vinnubrögð skipta oft sköpum um niðurstöðu verksins.


Advania býður upp á ráðgjöf og aðstoð við

 • Verkefnastjórnun í einstökum verkefnum.
 • Innleiðingu verkefnastjórnunar hjá fyrirtækjum.
 • Innleiðingu og utanumhald á verkefnaskrá hjá fyrirtækjum.
 • Innleiðingu á verkefnastofu hjá fyrirtækjum.
 • Val á aðferðafræði, tækjum og tólum til verkefnastjórnunar.


Tilgangur með góðri verkstjórn er þríþættur

 • Að tryggja að virkni og gæði búnaðarins sem verið er að smíða eða innleiða uppfylli væntingar og kröfur.
 • Að verkefnið gangi eftir verkáætlun og ljúki á réttum tíma.
 • Að kostnaður víki sem minnst frá því sem gert var ráð fyrir.


Hlutverk verkefnastjóra er meðal annars eftirfarandi

 • Annast áætlanagerð í upphafi verks.
 • Að sitja verkfundi og rita fundargerðir verkfunda.
 • Að halda utan um verkskjöl og skrár.
 • Að sjá um að spurningum um útfærslu kerfis sé svarað fljótt og vel.
 • Að fylgjast með að kerfið sé útfært samkvæmt þeim tæknilegu forsendum sem liggja til grundvallar.
 • Að fylgjast með framvindu verksins með hliðsjón af verkáætlun.
 • Skoðun og viðtaka verkþátta.
 • Skipulagning og framkvæmd kerfis- og viðtökuprófana.